23.1.2020 6:08

Afmælisdagur bjorn.is – 1,4 milljón orð á 25 árum

Ég þakka lesendum hollustuna í öll þessi ár. Án viðbragða þeirra hefði ánægjan verið minni fyrir höfundinn.

Fyrsta greinin birtist hér á vefsíðu minni 23. janúar 1995, fyrir réttum 25 árum. Ég sendi Gunnari Grímssyni hjá Miðheimum hana en hann setti síðuna mína upp til prufu um miðjan janúar 1995. Á tilraunastigi var hún einskonar leynisíða en um miðjan febrúar 1995 sagði ég fjölmiðlum frá henni og fyrsti pistillinn birtist opinberlega 19. febrúar 1995.

Screenshot_2020-01-23-Bjorn-Bjarnason-bjorn-isÁ þessum 25 árum hafa 7.197 dagbókarfærslur birst, að þessari með taldri. Í flokknum ræður og greinar hafa birst 1.085 færslur. Samtalan er 8.282 færslur.

Þessar tölur fékk hjá Hugsmiðjunni sem hefur hannað og haldið utan um efnið í eplica-kerfi sínu frá árinu 2002, í 18 ár.

Þá sagði einnig í samantekt Hugsmiðjunnar mánudaginn 20. janúar 2020:

„Síðan ef við reynum að reikna út fjölda orða í þeim [færslunum], með því að telja bil og gefa okkur að hvert bil í grein er að skilja milli orða (sem er ekki nákvæm en gefur okkur góða hugmynd um fjöldann), sést að það eru fleiri en 1,8 milljón orð í þeim 8289 [+3 =8282] greinum. En það að reikna út slög, þau eru fleiri en 14,5 milljón! En þetta er bara meginmál greinanna, ekki er tekið tillit til útdrátta eða fyrirsagna.“

Ég þakka lesendum hollustuna í öll þessi ár. Án viðbragða þeirra hefði ánægjan verið minni fyrir höfundinn.