Á Tenerife
Þegar við flugum í gær (13. nóvember) til Tenerife fóru þrjár flugvélar á 30 mínútna fresti frá Keflavíkurflugvelli til Tenerife-suður flugvallarins.
Þegar við flugum í gær (13. nóvember) til Tenerife fóru þrjár flugvélar á 30 mínútna fresti frá Keflavíkurflugvelli til Tenerife-suður flugvallarins. Eyjan er 2024 ferkílómetrar (Ísland er 103.000 ferkílómetrar), stærst í Kanaraíeyjaklasanum. Íbúar eru tæplega 900.000, tala spönsku og lúta stjórn Spánar. Ferðamenn eu um 5 milljónir á ári.
Vatnagarður í Puerto de la Cruz á norðurhluta Tenerife.
Hjarta eyjunnar er eldfjallið Teide, 3.718 m hátt. Í kringum það er Teide-þjóðgarðurinn sem er á heimsminjaskrá UNESCO sömu sögu er að segja um háskólabæinn Laguna á norðurströnd eyjarinnar.
Suðurhlutinn er þurr og gróðurlítill. Norðurhlutinn er grænn og skógi vaxinn. Við ókum hringveg eyjunnar í dag – rúmir 200 km þar af 103 á hraðbraut. Að austanverðu er hraðbraut að vestanverðu er hlykkjóttur vegur sem fer í 1.116 m hæð.
Eldfjallið Teide ee hjarta Tenerife eins og þessi mynd úr Wikipediu sýnir. Gróðurinn er norðan vil fjallið þar sem regnið fellur til jarðar. Suðurhkutinn er þurr og gróðurlítill.
Puerto de la Cruz er vinsæll ferðamannabær skammt frá Laguna á norðurströndinni og er myndin tekin af vatnagarði sem hefur verið hannaður við ströndina. Þar er unnt að baða sig og njóta sólar án þess að glíma við öldur Atlantshafsins þegar þær skella á svartri eldfjallsströndinni.
Flugvöllur er á norðurhluta eyjunnar. Santa Cruz, höfuðborgin, er þar en flestir ferðamennirnir á suðurhlutanum eins og flug íslensku ferðaskrifstofanna sýnir.