19.2.2020 16:36

Á Inderhavnsbroen í Kaupmannahöfn

Veðrið hefur verið rysjótt í Kaupmannahöfn en síðdegis í dag (19. febrúar gafst tækifæri til að ganga yfir Inderhavnsbroen og taka nokkrar myndir.

Nú eru tæp fjögur ár frá því að Inderhavnsbroen var opnuð í Kaupmannahöfn milli Nýhafnar í vestri og Kristjánshafnar í austri. Eins og nafnið gefur til kynna er brúin í innri höfninni í Kaupmannahöfn. Brúin er 180 metra löng og gerð fyrir gangandi og hjólreiðamenn. Næsta brú fyrir innan hana er Knippelsbro. Þar stendur utanríkisráðuneytið austan við brúna en Kristjánsborgarhöll er aðeins vestan við brúna. Venjulega tekur aðeins fáeinar mínútur að ganga á milli þessara meginstoða danska stjórnkerfisins. Martröð embættismanna utanríkisráðuneytisins er að brúin sé opnuð fyrir skipaumferð um innri höfnina þegar þeir eru á hraðferð til fundar við ráðherra eða þingmenn í Kristjánsborgarhöll.

Þá daga sem ég hef nú dvalist í Kaupmannahöfn á fundum bæði í utanríkisráðuneytinu og Kristjánsborgarhöll hefur Knippelsbro ekki orðið til trafala.

Veðrið hefur verið rysjótt í Kaupmannahöfn en síðdegis í dag (19. febrúar gafst tækifæri til að ganga yfir Inderhavnsbroen og taka nokkrar myndir.

BryggeÍ Nordatlantes brygge við austurenda brúarinnar er aðsetur sendiráðs Íslands og skrifstofur fastafulltrúa Grænlendinga og Færeyinga. Veitingastaður og listsýningasalir. Norðan við húsið er opið skautasvell.

HedtoftÁ vesturgafli hússins er minningarskjöldur með nöfnum þeirra sem fórust með Hans Hedtoft í janúar 1959,

IMG_0901Hraun og lyng er við vesturgafl Nordantlantes brygge,

NyhofnSéð af brúnni til Nýhafnar,

Operan_1582129370337Óperuhúsið er austan við innri höfnina.

SkuespilhusetSkuespilhuset er á vesturbakkanum.