19.1.2022 11:04

Orð eru dýr

Er skemmst frá því að segja að yfir Þórdísi Kolbrúnu rigndi svívirðingum á íslensku vegna þessara vinsamlegu orða á síðunni.

Á netinu má sjá myndband frá vegfaranda á Reykjanesbraut sem sýnir mann ganga að bifreið á akbrautinni og sparka í hurðina og gluggann bilstjóramegin til fá útrás fyrir skapofsa sinn eða reiði. Á dv.is segir 19. janúar frá atvikinu á þennan hátt:

„Aðrir bílar í umferðinni neyðast til þess að keyra fram hjá þessu svakalega atviki, og þar á meðal er bíllinn þaðan sem myndbandið er tekið. Í bílnum heyrast samskipti fólks, á meðan það reynir að koma sér hjá óeirðunum.

„Drífðu þig áfram þarna,“ segir ein rödd og önnur svarar: „Hvað er hann að gera?“. Þá heyrist fyrri röddin segja: „Það þarf nú bara að hringja í lögguna.““

Á meðan ekki fæst frekari skýring á þessu undarlega atviki er óljóst hvað þarna gerðist og öllum var sýnilegt sem þarna óku. Bræðin sem birtist á myndbandinu minnir á hinn bóginn á margt sem stundum birtist í athugasemdum í netheimum og ekki er unnt að lýsa á jafnskýran hátt af því að þar er almennt um orð á skjá að ræða.

King-speech_wide-372571344c5cc877a2fc8881b6ef8cd699e46414Martin Luther King jr. flutti ræðuna. Ég á mér draum á fjöldafundi í Washington DC árið 1963

Minningardagur um Martin Luther King jr. var í Bandaríkjunum mánudaginn 17. janúar. Hans er minnst sem baráttumanns fyrir réttindum blökkumanna og ræða hans sem heimskunn er undir orðum: Ég á mér draum lifir enn í hugum margra og hefur borist frá kynslóð til kynslóða.

Ræðuna flutti King á fjöldafundi í Washington DC 28. ágúst 1963 þar sem krafist var starfa og frelsis fyrir blökkumenn. Í ræðunni hvatti King til borgaralegra og efnahagslegra réttinda í Bandaríkjunum og að horfið yrði frá allri kynþáttamismunun.

Hann fékk friðarverðlaun Nóbels 1964 en féll fyrir hendi launmorðingja í Memphis, Tennessee, 4. apríl 1968. Minnisvarði var helgaður honum í Washington DC árið 2011.

Á minningardeginum 17. janúar 2022 sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, í færslu á alþjóðlegri Twitter-síðu sem einhver opnaði í tilefni dagsins:

„Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged.“

Er skemmst frá því að segja að yfir Þórdísi Kolbrúnu rigndi svívirðingum á íslensku vegna þessara  vinsamlegu orða á síðunni.

Svo virðist sem íslenskir lesendur Twitter-síðunnar séu svo undirlagðir af skoðunum sem Þórdís Kolbrún hefur lýst varðandi borgaraleg réttindi og heimsfaraldurinn að þeir geti ekki á heilum sér tekið eða unnt henni að minnast Martins Luthers Kings á hátíðisdegi vegna afmælis hans.

Öðrum sem nýttu sér þessa Twitter-síðu þennan dag og skilja ekki íslensku hlýtur að hafa þótt undarlegt að fylgjast með uppnáminu sem þessi saklausa og málefnalega færsla hennar vakti. Þeir hafa orðið álíka undrandi og vitnin að atvikinu á Reykjanesbraut og spurt sig: Hvað er eiginlega á seyði?