16.2.2019 12:36

Nýr áfangi eftir komu Pompeos

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag (16. febrúar) birtist myndin sem hér fylgir. Hún segir mikla sögu um þróun Landhelgisgæslu Íslands og verkefni eftir brottför varnarliðsins.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á það í heimsókn sinni til Íslands í gær (15. febrúar) að tilgangurinn með komu hans hingað og til annarra landa sem hann heimsótti í vikunni í Evrópu, Ungverjalands, Slóvakíu og Póllands, væri að ræða við forystumenn landa sem bandaríska utanríkisráðuneytið hefði látið „afskipt“ of lengi.

Hér skal ekki farið í saumana á samskiptum Bandaríkjastjórnar við stjórnvöld landanna þriggja utan Íslands. Þó skal minnt á að í fyrra fór forseti Póllands til Washington og lofaði Donald Trump að kenna virki við hann ákvæðu Bandaríkjamenn að reisa varanlega herstöð í Póllandi.

Staðan í öryggismálum er önnur nú á norðurslóðum en þegar Condoleezza Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sótti Ísland heim í maí 2008.

Screenshot_2019-02-16-untitled-2019-02-16-all-pdfJón B. Guðnason, framkvstj. varnarmálasviðs landhelgisgæslunnar, tók á móti Mike Pompeo í stöð gæslunnar á Keflavíkurfkugvelli. Hann lýsir hér starfseminni fyrir Pompeo og Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Georg Kr. Lárussyni.

Þá voru tæp tvö ár liðin frá því að Bandaríkjastjórn kallaði allt lið sitt heim frá Keflavíkurflugvelli meðal annars sem þeim rökum að ekki þyrfti að gera sérstakar ráðstafanir á Norður-Atlantshafi, Rússa, Bandaríkjamenn og NATO-þjóðirnar allar væru samstarfsmenn á hafinu en ekki andstæðingar.

Hér má sjá það sem Pompeo sagði við fréttamenn í gær og hvað íslenskir viðmælendur hans, Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sögðu. Öryggismál bar á góma í samtölunum og eftir Pompeo er haft:

„Við munum ekki lengur taka vini, sanna bandamenn og samstarfsaðila sem sjálfsagðan hlut. Við höfum hreinlega ekki efni á að vanrækja þá. Við sækjumst líka eftir raunverulegu samstarfi við ykkur á Norðurslóðum, sem verða sífellt mikilvægari, og hlökkum til að vinna með ykkur að þeim málum. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa, fylla Kínverjar og Rússar í skarðið, það er óhjákvæmilegt ef við erum ekki þar. Við hlökkum til að standa þétt með Íslandi í samstarfinu á norðurslóðum.“

Þarna er vikið að því sem hér var nefnt fyrir komu Pompeos að í skjóli samstarfs við Rússa eru Kínverjar að færa sig hernaðarlega upp á skaftið á norðurslóðum. Þetta fer ekki fram hjá neinum sem hefur auga á þróun öryggismála á þessum slóðum.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag (16. febrúar) birtist myndin sem hér fylgir. Hún segir mikla sögu um þróun Landhelgisgæslu Íslands og verkefni eftir brottför varnarliðsins. Þótt ótrúlegt sé virtist Donald Rumsfeld, þáv. varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, svo staðráðinn í að binda enda á alla hernaðarlega bandaríska starfsemi í landinu sumarið 2006 að honum var sama um allt annað en fjarskiptastöð skammt frá Grindavík. Hann vildi helst loka ratsjáreftirlitinu. Honum tókst það þó ekki enda var eftirlitið og er lífsnauðsynlegur hlekkur í NATO-keðjunni.

Íslensk stjórnvöld ákváðu að hluti Keflavíkurflugvallar yrði öryggissvæði undir handarjaðri utanríkisráðuneytisins. Í fyrstu átti að starfækja varnarmálstofnun í kringum það og ratsjáreftirlitið. Þeirri stofnun var haldið úti í skamman tíma en síðan tók landhelgisgæslan við hlutverki hennar og hefur um árabil sinnt því á farsælan hátt.