22.9.2015 16:00

Þriðjudagur 22. 09. 15

Flaug til Bergen í dag til að taka þátt í því á morgun að stofna hér félagið Snorres Venner, Vinir Snorra. Þar er átt við Snorra Sturluson en stytta af honum stendur hér við Maríukirkjuna við hliðina á Bryggen, gömlu húsunum við bryggjuna í Bergen.

Maríukirkjan var risin þegar Snorri var hér á ferð á 12. öld og er ekki vafi á að hann hafi farið í þetta veglega guðshús. Kirkjan var nýlega opnuð að nýju eftir að hafa verið fimm og hálft ár í viðgerð. Hún er vegleg og ríkulega búin. Altaristafaflan er mikið gullslegið listaverk þar sem María guðsmóðir er miðpunkturinn. Er mikil blessun að hún var ekki eyðilögð við siðaskiptin. Er talið að þýskir kaupmenn, Hansakaupmenn, á Bryggen hafi varið kirkjuna fyrir þeim sem vildu eyðileggja allt sem minnti á pápískuna.

Stofnfundur félagsins Snorres Venner verður haldinn í bæjarsafni Bergen við hliðina á Snorra-styttunni og hefst klukkan 18.00. Hann er opinn öllum sem hafa áhuga á gerast stofnendur þessa félags.

Flugið til Bergen tók tvo klukkutíma og hér er veðrið svo gott að við snæddum hádegisverð utan dyra.