3.11.2011

Fimmtudagur 03. 11. 11

Nú hef ég sett fjórða pistil minn frá Berlín á vefsíðu mína eins og lesa má hér.

Ég sé að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Það kemur mér ekki á óvart. Megi kosningabaráttan verða flokknum og góðum málstað til framdráttar. Fjölmiðlar senda mér spurningar um afstöðu mína til frambjóðenda. Hana mun ég láta í ljós með atkvæði mínu á landsfundinum.

Ég sé á blogginu að Illugi Jökulsson lýsir óánægju með orð Hönnu Birnu í útvarpsviðtali. Hverjum kemur það á óvart? Ekki mér. Ég kynnti mér málflutning Illuga í Baugsmálinu. Hann vildi sýkna þá sem hlutu dóm. Ég treysti ekki dómgreind hans.