Laugardagur 05. 03. 11.
Furðu vekur að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti alþingis, ætlar ekki að birta skýrslu stjórnlaganefndar sem hefur starfað undir formennsku Guðrúnar Pétursdóttur samkvæmt umboði alþingis til að undirbúa efni í hendur stjórnlagaþings. Þingið átti að hefja störf 15. febrúar en mun aldrei koma saman þar sem hæstiréttur ógilti kosningar til þess.
Þrír þingmenn flytja tillögu til þingsályktunar í því skyni að breyta þeim sem fengu flest atkvæði í hinum ógildu kosningum í stjórnlagaráðsmenn sem starfi samkvæmt skipunarbréfi frá forseta alþingis. Innanríkisráðherra líkir tillögunni við fjallabaksleið til að fara á svig við ákvörðun hæstaréttar.
Að Ásta Ragnheiður ætli að liggja á skýrslu stjórnlaganefndar til að tefja fyrir opinberum umræðum um hana er í samræmi við annað í þessu dæmalausa máli.
Rétt er geta þess að yfir málinu svífur eindreginn vilji Jóhönnu Sigurðardóttur til að þjóðin fari ekki á mis við endurskoðun stjórnarskrárinnar - í þeim anda starfar Ásta Ragnheiður líklega að eigin mati þegar hún leggst á greinargerð stjórnlaganefndar.
Meginmá