12.10.2010

Þriðjudagur, 12. 10. 10.

Á þessari stundu er BBC World með beina sendingu frá koparnámunni í  Copiapo í norðurhluta Chile, þar sem búist er við því að á hverri stundu, að hafist verði handa við að hífa hinn fyrsta af námumönnunum 33 620 metra upp í námunni, sem hrundi 5. ágúst, 22. ágúst var staðfest, að þeir væru allir á lífi. Þeir höfðu þá verið í 17 daga án matar og sambands við umheiminn. Hinn 17. september hófust björgunaraðgerðir með þeim bor, sem náði fyrstur til mannanna. Var jafnvel búist við, að það tæki allt fram að jólum að bora niður til mannanna.

Sterkustu námumennirnir verða dregnir upp fyrst, því að þeir eru taldir best til þess fallnir að bregðast rétt við, ef nauðsynlegt er að grípa til einhverra neyðarráðstafana vegna bilunar þegar reynir á tæknina í fyrstu atrennu. Áður en mönnunum verður lyft upp, fara hjálparmenn niður í námina til að búa þá, sem þar eru, undir ferðina upp holuna, sem er rétt 54 cm að ummáli og 4 m langt.