25.3.2009 22:37

Miðvikudagur, 25. 03. 09.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í dag og kvaddi þingheim eftir 22 ára setu á alþingi. Klukkan 16.00 sat hann þingflokksfund okkar sjálfstæðismanna í síðasta sinn.

Fyrir hádegi var fundur í sérnefnd alþingis um stjórnarskrármál. Komu gestir á fundinn og skýrðu viðhorf sín til breytinga á stjórnarskránni. Í stuttu máli er enginn umsagnaraðili að fullu ánægður með allt, sem í frumvarpinu segir, þótt gagnrýni sé misþung á metunum. Almennt viðhorf er, að alltof hratt sé farið fram í málinu og standa þurfi á annan og vandaðri hátt að framlagningu og vinnu við mál af þessum toga.