Miðvikudagur, 07. 05. 08.
Við Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, rituðum í dag undir samkomulag um fjárstuðning við svonefndan meðferðargang á Litla Hrauni, 15 m. kr. fjárveitingu, sem tryggir framhald þessa starfs út þetta ár.
Í desember 2007 hófst tilraunaverkefni með föngum á Litla Hrauni, sem byggist á því, að þeir hætti fíkniefnaneyslu og fái meðferð gegn henni samhliða því að flytjast á sérstakan gang í fangelsinu. Tilraunin gaf mjög góða raun og nú hefur framhald hennar verið tryggt.