29.1.2008 19:02

Þriðjudagur, 29. 01. 08.

Uppnámið vegna meirihlutaskipta í borgarstjórn Reykjavíkur ætti að verða sérstakt rannsóknarefni stjórnmálafræðinga. Síðasta andvarp andstæðinga umskiptanna breytist í reiði í garð staksteinahöfundar Morgunblaðsins. Hann virðist hafa einstakt lag á að espa þetta fólk, sem í hinu orðinu telur hróp og köll á ráðhúspöllunum til marks um lýðræðisást sína. Ekkert er þó nýtt undir sólinni.

Var klukkan 20.00 í glæsilegu 80 ára afmælishófi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem haldið var í Listasafni Íslands við Tryggvagötu og flutti þar ávarp.