23.9.2007 15:42

Sunnudagur, 23. 09. 07.

Lokadagur minn hér í Listasetri Ingibjargar og Þóris er yndislegur haustdagur, kyrr, hlýr og sólríkur. Við Rut gengum niður í litla þorpið undir Stjörnusteinskastalanum. Trén eru að skrýðast haustlitunum og spegluðust tignarlega í rólegri ánni, sem líður eftir dalnum.

Á morgun held ég sem leið liggur til Óslóar og þaðan beint áfram til Tromsö, þar sem ég sit ráðstefnu um öryggismál og auðlindanýtingu á norðurslóðum og flyt erindi á þriðjudag.