9.8.2007
20:20
Fimmtudagur, 09. 08. 07.
The Economist birtir
grein um stjórnarhætti í Venezúela hjá Hugo Chavez einræðisherra og segir frá því, að aðeins Haiti standi verr að mati Alþjóðabankans, þegar lagt sé mat á spillingu í ríkjum Suður-Ameríku. Fróðlegt væri að fá álit Maríu Kristjánsdóttur á þessari frásögn
The Economist. María tók upp hanskann fyrir Chavez, þegar hann réðst gegn einkasjónvarpstöðvum í Venezúela. Í janúar sl. ritaði hún greinar í
Lesbók Morgunblaðsins og bar blak af Chavez.