17.10.2005 21:28

Mánudagur, 17. 10. 05.

Það var góður hugur í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þegar þeir komu saman til fundar að loknum landsfundi, sem heppnaðist mjög vel að allra dómi. Á þingflokksfundi voru kjörnir fimm fulltrúar í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og er ég einn þeirra, en ég hef ekki setið í miðstjórninni áður.