15.9.2005 20:20

Fimmtudagur, 15. 09. 05.

Dómsmálaráðherrafundurinn stóð fram yfir hádegi og lauk með blaðamannafundi, síðan var ekið aftur til Vilnius og haldið heim á leið um Kaupmannahöfn. Lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um 21.30.

Fundurinn snerist meðal annars um sama efni og var rætt á dómsmálaráðherrafundi Norðurlandanna í júní, það er mörkin milli löggjafarvalds og dómsvalds og hvort þróun væri á þann veg, að dómarar væru að taka sér löggjafarvald, ekki síst þeir, sem sitja í dómstólum borð við mannréttindadómstól Evrópu og Evrópusambandsdómstólnum. Gerð var grein fyrir norskri skýrslu um vald og lýðræði, þar sem meðal annars er fjallað um þetta álitamál.

Þá var rætt um refsiábyrgð lögaðila og gerði ég sérstaka grein fyrir íslenskum lagareglum um það efni. Einnig var gerð grein fyrir samskiptum við Rússa og þar kom fram, að mjög erfitt væri að fá þá til pólitískra umræðna um þau mál, sem eru á verksviði dómsmálaráðherra.