1.9.2003 0:00

Mánudagur, 01. 09. 03.

Klukkan 12.00 var ég í varðskipinu Tý við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Hófst þar heimsókn til Landhelgisgæslunnar á hádegisverði. Síðan var haldið í höfuðstöðvar gæslunnar að Seljavegi 32 og kynntum við okkur starf í stjórnstöð hennar og sprengjueyðingarmanna. Loks héldum við á Reykjavíkurflugvöll og fórum meðal annars í ferð með þyrlunni Líf.