27.2.2003 0:00

Fimmtudagur 27. 02. 03

Flutti í hádeginu ræðu um rafræna kosningabaráttu á fundi Skýrslutæknifélags Íslands. Upphaflega var boðað, að Ingibjörg Sólrún yrði þar einnig ræðumaður en hún kom ekki heldur sendi Björgvin Sigurðsson varaþingmann í sinn stað.

 

Við Rut fórum um kvöldið á fyrrihluta sinfóníutónleika í Háskólabíói.