20.7.2002 0:00

Laugardagur 20.7.2002

Klukkan 15.00 fórum við Rut að Skógum undir Eyjafjöllum og vorum við athöfn, þegar samgönguminjasafn var opnað þar. Ég hef fylgst með þróun hugmyndarinnar um safnið frá upphafi og kom að henni sem menntamálaráðherra, eftir að Árni Johnsen alþingismaður hafði kynnt mér hana, en hann ýtti mjög á málið, eins og fram kom í máli Þórðar Tómassonar safnvarðar við athöfnina. Síðast vorum við Rut þarna 15. ágúst 2001, sam daginn og ríkisendurskoðun sendi frá sér skýrslu um mál Árna Johnsens, en um þær mundir var í fjölmiðlum reynt að gera þessar framkvæmdir að Skógum tortryggilegar vegna þess eins að Árni hafði lagt þeim öflugt lið. Er nú um ár liðið frá því að það gjörningaveður gekk yfir.