27.3.1999 0:00

Laugardagur 27.3.1999

Klukkan 13.00 flutti ég ræðu við upphaf ráðstefnu Prenttæknistofnunar og fleiri aðila um starfsnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Klukkan 14.00 hófst síðan ráðstefna háskólanema um NATO 50 ára og stóð eins lengi og þeir höfðu salinn í Háskólabíói fyrir bíósýningu klukkan 17.00.