23.8.2002 0:00

Föstudagur 23.8.2002

Klukkan 10.00 hófst stjórnarfundur í Orkuveitu Reykjavíkur í húsakynnum hennar á Akranesi. Um hádegisbilið bauð bæjarstjórn Akraness stjórninni til málsverðar og síðan var ekið að Deildartungu og að Andakílsárvirkjun og skoðuð mannvirki þar. Þá lá leiðin á Nesjavelli og þaðan með Soginu og til Reykjavíkur um Hellisheiði. Ætlunin var að skoða mannvirki og virkjunarstaði OR á þessum slóðum en fallið frá því vegna leiðinlegs veðurs.