18.3.1999 0:00

Fimmtudagur 18.3.1999

Klukkan 10.00 var ég Hofstaðaskóla í Garðabæ með Jónmundi Guðmarssyni aðstoðarmanni mínum og Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem hefur verið í forystu jafnréttisnefndar á vegum menntamálaráðuneytisins. Hilmar Ingólfsson skólastjóri og samstarfsfólk hans og nemendur tóku vel á móti okkur og blaðamönnum, sem voru komnir til að fylgjast með kynningu á smáritinu Jafnrétti í skólastarfi, þar sem bent er á leiðir til að auka jafnrétti milli stráka og stelpna í skólum. Klukkan 15.00 fór ég á fund hjá umboðsmanni barna, sem kynnti bækling um einelti, byggðan á ráðstefnu umboðsmannsins um það efni síðastliðið haust.