Fimmtudagur 25.3.1999
Alþingi kom saman til síðasta fundar síns á þessu kjörtímabili og var breyting á kjördæmaskipaninni samþykkt. Í hádeginu var efnt til ríkisráðsfundar á Bessastöðum. Klukkan 15.30 hófst athöfn í Gvendarbrunnahúsinu í Heiðmörk, þar sem stærstu styrktaraðilar verkefnisins Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 rituðu undir skjöl til staðfestingar á styrkjum sínum.