25.10.1996 0:00

Fimmtudagur 25.10.1996

Fimmtudaginn 24. október fór ég í heimsókn í Verslunarskóla Íslands. Ræddi við skólastjóra, fulltrúa skólanefndar og Verslunarráðsins, skoðaði skólann og ávarpaði nemendur á Marmara og síðan kennara í kaffistofu þeirra. Er ekki vafi á því, að þessi skóli, sem er eini einkaskólinn af 37 framhaldsskólum, stendur ákaflega vel að vígi. Lét ég í ljós áhuga á því að taka með einum eða öðrum hætti þátt í því, að unnt yrði að koma Verslunarháskóla á fót, en lóð undir hann bíður við hlið Verslunarskólans í Kringlunni. Síðdegis fimmtudaginn 24. október var ég síðan við upphaf Kvikmyndahátíðar í Reykjavík og sá myndina Brimbrot eftir Lars von Trier. Tek ég undir með þeim, sem telja hana í hópi merkari mynda.