25.4.2024 10:33

Arfleifð Sumargjafar - gleðilegt sumar!

Mörgum Reykvíkingum er í barnsminni hve Sumargjöf lét mikið að sér kveða í þágu þeirra um miðja síðustu öld. 

Ellefta apríl síðastliðinn varð Barnavinafélagið Sumargjöf 100 ára. Það voru konur úr Bandalagi kvenna og yngri deild Hvítabandsins, sem áttu frumkvæði að stofnun Sumargjafar.

Upphaflegur tilgangur félagsins var að safna fé til að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði og þroska barna og vernda þau fyrir óhollum áhrifum. Félagið reisti Grænuborg á horni Hringbrautar og Snorrabrautar og rak um árabil dagheimili fyrir börn. Félagið beitti sér fyrir að sumardagurinn fyrsti yrði helgaður börnum og stóð fyrir skemmtunum fyrir þau.

Á vefsíðu Sumargjafar má lesa að félagið hafi í tilefni afmælis síns látið „rita sögu barna í Reykjavík þessi 100 ár“. Í bókinni verði „lýst því umhverfi sem börnin uxu upp í og leiddi m. a. til stofnunar Sumargjafar“. Bókin verði „í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur var ráðinn til verksins. Hann skilaði handriti í árslok 2021“. Í samtali á Morgunvakt rásar 1 í gær, 24. apríl, var boðað að bókin kæmi út í haust.

Mörgum Reykvíkingum er í barnsminni hve Sumargjöf lét mikið að sér kveða í þágu þeirra um miðja síðustu öld. Líklega fór það fram hjá fáum sumardaginn fyrsta að Sumargjöf bæri hag barna fyrir brjósti.

Mörgum Reykvíkingum er í barnsminni hve Sumargjöf lét mikið að sér kveða í þágu þeirra um miðja síðustu öld. Líklega fór það fram hjá fáum sumardaginn fyrsta að Sumargjöf bæri hag barna fyrir brjósti.

Screenshot-2024-04-25-at-10.30.30

Nú hafa opinberir aðilar tekið að sér rekstur leikskóla og fer það misjafnlega vel úr hendi eins og minnt var á í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 23. apríl þegar borgarfulltrúar sjálfstæðismanna lögðu á gólf Tjarnarsalarins 1.600 barnavettlinga. Fjöldi vettlinganna svarar til þess fjölda barna sem bíður nú eftir leikskólaplássi í borginni.

Fjöldi barnanna á biðlistanum í Reykjavík er allur annar og lengri en boðað hefur verið á loforðalista flokkanna sem standa að meirihlutanum í borgarstjórn. Þá fækkar börnum á leikskólaaldri í borginni vegna flutnings barnafólks þaðan til nágrannasveitarfélaga þar sem leikskólaþjónustan er mun betri.

Vettlingagjörningurinn er í ætt við margt annað sem talið er listsköpun í samtímanum og minnir á það sem betur má fara. Í umsögn um listaverk íslenska fulltrúans á Feneyjatvíæringnum í ár segir í Morgunblaðinu í dag (25. apríl) að þar byggi listakonan Hildigunnur Birgisdóttir „upp myndheim sem er í grunninn skoðun og ádeila á neyslusamfélög nútímans“.

Grænu barnavettlingarnir 1.600 á gólfi Tjarnarsalarins eru ádeila á vettlingatökin sem einkenna stjórnarhætti í Reykjavík í leikskólamálum. Viðbrögð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra sýna að gjörningurinn hittir í mark, hann kveinkar sér undan honum og vinstri elítan sem stendur að baki honum fer í keng. Þar eru ýmsir fyrir sem telja sig hafa einkarétt á að grípa til listrænna gjörninga í ádeiluskyni.

Í þessari viku núna er efnt til barnamenningarhátíðar og þúsundir barna streyma til dæmis í Hörpu og þá veitir Reykjavíkurborg einnig barnabókaverðlaun sín. Þetta er hvoru tveggja hluti af arfleifð Sumargjafar sem tengist sumardeginum fyrsta. Reykjavíkurborg hefur á hinn bóginn ekki staðið undir því meginmarkmiði Sumargjafar að tryggja reykvískum börnum næga leikskóla. Meirihlutinn ræður ekki við það verkefni.