11.8.2025 10:26

Ísland með paradísareyjum

Amanda Statham mælir með september á Íslandi. Hún segir að sumum kunni að þykja það úr leið að nefna Ísland meðal paradísareyja en vinsældir þess aukist mikið.

Í The Telegraph í London birtist laugardaginn 9. ágúst grein eftir Amöndu Statham, sérhæfða blaðakonu um ferðamál. Hún hefur heimsótt meira en 70 lönd á 20 ára ferli sínum og er sögð vera sérstaklega veik fyrir eyjum.

Hún skrifar nú um ferðamál í tímaritið Women’s Health og sérhæfir sig í að skipuleggja brúðkaupsferðir. Hún lítur á eyjar sem draumastað ferðalangsins.

IMG_2471_1754907907401

Í inngangi greinarinnar í The Telegraph segir að ferðabókunarsíðan Expedia hafi nýlega upplýst að áhugi manna um heim allan á að heimsækja eyjar hafi aukist um 30% á milli ára og áhuginn á að komast til Madeira slái öll met.

Af þessu tilefni velur Amanda Statham 25 eyjar sem hún telur að bjóði ferðamanninum mesta ánægju og dásemd:

1. Paros, Grikklandi (22)

2. Ischia, Ítalía (21)

3. Outer Hebrides, Skotlandi (21)

4. Mallorca, Spáni (21)

5. Sardinia, Ítalía (20)

6. Île de Ré, Frakklandi (19)

7. Formentera, Spáni (19)

8. Ísland (19)

9. Isles of Scilly, Englandi (18)

10. Hvar, Króatíu (18)

11. Madeira, Portúgal (18)

Þá er einnig birt þessi sundurliðun til nánari skýringar á punktunum um ágæti eyjanna:

Screenshot-2025-08-11-at-09.10.36

Um Ísland segir að það taki 3 tíma og 15 mínútur að fljúga þangað og eyjan sé best fyrir þá sem sækist eftir svölu lofti og hreyfingu – activity-seeking coolcationers.

Þarna má kannski sjá lykilorðið, kælingarferðamenn, í auglýsingum um Ísland í ofurhitum á suðlægum slóðum: enska: coolcationers; franska: vacanciers au frais; spænska: vacacionistas fresquitos; ítalska: vacanzieri al fresco og þýska: Kühlungsurlauber.

Amanda Statham mælir með september á Íslandi. Hún segir að sumum kunni að þykja það úr leið að nefna Ísland meðal paradísareyja en vinsældir þess aukist mikið. Löng dagsbirta, hlýindi en ekki ofsahiti, stuttur flugtími og eldgosalandslag eins og úr öðrum heimi dragi mjög að ferðamenn. Hún nefnir hvalaskoðun, hveraböð eins og Bláa lónið fyrir utan að kannski sjáist norðurljós (mars og september séu bestu mánuðirnir) auk þess sé Reykjavík „kúl“ höfuðborg í orðsins fyllstu merkingu. Allt þetta mæli með Íslandi á listanum og meira en það.