Dagbók: nóvember 2011

Mánudagur 14. 11. 11 - 14.11.2011

Ég vil ekki láta hjá líða að þakka öllum sem hafa sent mér afmælisóskir á Facebook og eftir öðrum leiðum.

Við skruppum austur í Fljótshlíð. Hér er sumarhiti í vetrarmyrkrinu.

Mér bárust þær fréttir eftir að ég kom hingað að fyrir tveimur vikum eða svo hafi leitarmenn fundið Fjalladrottninguna mína í fjallendi fyrir innan Hlíðina. Hún var með tveimur lömbum sem hún bar í kringum 17. júní267. Hún kom ekki til byggða fyrr en um þorrablót á þessu ári. Í fyrra gekk hún fram eftir Hlíðinni í sumarbyrjun vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Að þessu sinni lét hún leitarmenn ekki ná sér frekar en áður og hljóp upp brattann og leitaði skjóls á bjargsyllu. Þeir vopnuðust og skutu hana á færi. Lömbin fengu að lifa.