13.6.2020 10:49

Víkingar á tímum endurskoðunarsinna

Skrælingja kölluðu Leifur og aðrir landkönnuðir þá heimamenn þeir sáu á ferðunum til Grænlands og Vínlands (Norður-Ameríku).

Við notum orðið skrælingi í niðrandi merkingu frá þeim tíma þegar Leifur Eiríksson, Þorvaldur, bróðir Leifs, og Þorfinnur Karlsefni sigldu til Vínlands. Þorfinnur er kynntur til sögunnar í Wikipediu sem fyrsti norræni maðurinn sem reyndi að gera Vínland að nýlendu. Myndin sem fylgir þessum pistli sýnir styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Afsteypa af sömu styttu var lengi á hólma í syðst í Hljómskálagarðinum en er nú við Hrafnistu í Reykjavík.

520px-Thorfinn_Karlsefni_1918Stytta Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Afsteypa af sömu styttu er við Hrafnistu í Reykjavík.

Skrælingja kölluðu Leifur og aðrir landkönnuðir þá heimamenn þeir sáu á ferðunum til Grænlands og Vínlands (Norður-Ameríku). Orðið rataði inn í ensku. Enn skal vitnað í Wikipediu, að þessu sinni án þess að íslenska textann:

„The word skræling is from Greenlandic Norse, the Old Norse dialect spoken by the medieval Norse Greenlanders. In modern Icelandic, skrælingi means "barbarian", whereas the Danish descendant, skrælling, means "weakling". The origin of the word is not certain. William Thalbitzer (1932: 14) speculates that skræling might have been derived from the Old Norse verb skrækja, meaning "bawl, shout, or yell". An etymology by Michael Fortescue et al. (1994) proposes that the Icelandic word skrælingi (savage) may be related to the word skrá, meaning "dried skin", in reference to the animal pelts worn by the Inuit.“

Guðríður Þorbjarnardóttir er talin ein víðförlasta kona heims kringum árið 1000. Hún var eiginkona Þorfinns karlsefnis og var með honum þrjú ár í Ameríku og fæddi þar Snorra, son þeirra um árið 1004. Hann er fyrsti hvíti maðurinn fæddur í Ameríku svo vitað sé.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór til fundar við Benedikt páfa 16. í Vatíkaninu 4. mars 2011 og færði honum afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og Snorra syni hennar.

Á alþingi 1990-91 fluttu þingmenn allra flokka undir forystu Skúla Alexanderssonar (Alþýðubandalagi) tillögu til þingsályktunar um „að skora á menntamálaráðherra og samgönguráðherra að þeir beiti sér fyrir öflugri kynningu á fyrstu evrópsku móðurinni í Norður - Ameríku, íslensku konunni Guðríði Þorbjarnardóttur.“

Hún yrði kynnt með sérstöku átaki hér á landi og framvegis með sögukennslu í skólum til jafns við önnur mikilmenni Íslandssögunnar. Samið yrði upplýsingarit fyrir ferðamenn um Vínlandsdvöl Guðríðar, ferðalög hennar (sigldi átta sinnum yfir norðlæg heimshöf og fór suður til Rómar) og tengsl hennar við Ísland ásamt með góðum upplýsingum um þá staði á Íslandi, Laugarbrekku undir Jökli og Glaumbæ í Skagafirði, sem tengjast sögu hennar. Tillagan varð ekki afgreidd.

Aldamótaárið 2000 var efnt til mikilla hátíðarhalda, þess var meðal annars minnst að 1000 ár voru liðin frá því að Leifur fann Ameríku. Smithsonian-stofnunin í Washington DC setti upp mikla víkingasýningu sem fór víða um Bandaríkin.

Því má velta fyrir sér hvort víkingaferðanna verði nokkurn tíma minnst jafn veglega og árið 2000. Fá sagnir og styttur tengdar víkingaarfinum að vera í friði fyrir þeim sem vilji búa á „öruggu svæði“ gagnvart fortíðinni?