5.5.2021 12:13

Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu

Kynningarfundur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu á umræðuskjali um landbúnaðarstefnu

​Í morgun, 5. maí, var fundur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu sem Kristján Þór Júlíusson. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til að kynna umræðurskjalið Ræktum Ísland! sem við Hlédís H. Sveinsdóttir unnum ásamt fulltrúum ráðuneytisins Sigurgeir Þorgeirssyni og Bryndís Eiríksdóttur.

_DSF9514Hlédís H. Sveinsdóttir, Kristján Þór Júlíusson og Björn Bjarnason við útgáfu Ræktum Ísland!, umræðuskjalsins um landbúnaðarstefnu. Myndina tók Golli í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Allar upplýsingar um fundinn má nálgast á vefsíðu ráðuneytsins.

Hér má finna umræðuskjalið Ræktum Ísland! (pdf)

Hér er upptaka frá kynningarfundinum.
Á kynningarfundinum ræddi ég um mikilvægi landbúnaðarstefnu og studdist við þessa punkta:

Ræktum Ísland!

  • ​Skylda þjóðarinnar við land sitt.
  • ​Virðing fyrir þeim sem landið yrkja.
  • ​Bændur varðveita og nýta landið, tryggja þjóðinni fæðu og skila því frjósömu til komandi kynslóða.
  • ​Árangur í loftslagsmálum kallar á miðlægt hlutverk landbúnaðar.

Sjálfbær landbúnaður

  • ​Sóknarfæri í auðlindum íslenskrar moldar og vatns.
  • ​Svigrúm fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir.
  • ​Áhersla á menntun, nýsköpun, vöruþróun og aðlögun að kröfum markaðarins.
  • ​Afurðir landbúnaðar eru ekki einungis kjöt, mjólk og jarðagróður.
  • ​Menningin og landslagið eru einnig verðmætar afurðir.

Inntak landbúnaðarstefnu

  • Landbúnaðarstefna nær ekki aðeins til framleiðslu.
  • Búseta, ræktun og landnýting stuðla best að líffræðilegum fjölbreytileika.
  • ​Víðsýn, árangursrík landbúnaðarstefna er grunnur matvælastefnu, alhliða ferðaþjónustu, orkustefnu, landskipulagsstefnu, samgönguáætlunar, fjarskiptaáætlunar eða annarra byggða- og mannvirkjaáætlana sem ná til landsins alls.

Aðlögun að nýjum straumum

  • ​Sjálfbær landbúnaður í öllum byggðum landsins stuðlar að byggðafestu.
  • ​Nýir straumar þar sem landnýting, loftslagsmál (umhverfisvernd) og tæknivæðing falla saman í einn farveg verða ráðandi kraftar í landbúnaði framtíðarinnar.
  • ​Sé íslenskur landbúnaður lagaður að þessum straumum eflist hann og styrkist.
  • ​Viðunandi afkoma bænda og hvati til framtaks og frumkvæðis þeirra með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun skipta hér sköpum.

Lykilbreytur

  • ​Stig af stigi mótuðust þrjár lykilbreytur á 64 fundum verkefnisstjórnar með tugum viðmælenda úr röðum bænda, sérfræðinga og hagaðila:
  • ​Landnýting – loftslag og umhverfisvernd – tækni og nýsköpun.
  • ​Fjórða breytan blasir við í skjalinu sjálfu:
  • ​Alþjóðlegir straumar.

​​Landnýting

  • ​Vatn og nytjaland til ræktunar eru meðal mestu verðmæta samtímans hvert sem litið er í veröldinni.
  • ​Hér skortir lög og reglur til að nýta þessar auðlindir sem best.
  • ​Setja ber skýrari umgjörð um flokkun og kortlagningu landbúnaðarlands.
  • ​Ákveða ber staðla fyrir sjálfbærni í landnýtingu og setja þá í víðtækri sátt.

Loftslagsmál – umhverfisvernd

  • Minnka verður losun kolefna frá landi og binda þau í vistkerfum.
  • ​Þetta er megináhersluatriði í landbúnaðarstefnu 21. aldar til að loftslagsmarkmið náist.
  • ​Meta verður hlut bænda til fjár á grundvelli alþjóðlegrar vottunar.
  • ​Loftslagsmál eru nú eitt af þremur aðalatriðum umhverfisstefnu landbúnaðarins. Efla ber stuðning bænda og annarra með kynningu og umræðum.

Tækni – nýsköpun

  • ​Ný tækni gjörbreytir aðferðum á sviði landbúnaðar eins og annars staðar.
  • ​Tækni til að tryggja rekjanleika matvæla allt frá beitarlandi til borðstofu tekur stórstígum framförum.
  • ​Sífellt verður ódýrara og auðveldara að nýta hlutanetlausnir (e. Internet of Things, IOT) í landbúnaði.
  • ​Hátækni hefur þegar náð fótfestu í íslenskum landbúnaði.
  • ​Ljósleiðaratengingar um land allt auðvelda allt framtak í krafti nýrrar tækni.

Alþjóðlegir straumar

  • ​Breyttar neysluvenjur.
  • ​Viðhorf til dýraheilbrigði og dýravelferðar.
  • ​Innflutningur, tollar, svigrúm á heimamarkaði.
  • ​Vottanir.
  • ​Sóknarfæri erlendis – samkeppnisstaða.