7.6.2019 9:37

Um misheppnaðan hræðsluáróður gegn EES

Í dag vitna ég í fjórar blaðagreinar. Þær snúast um ógöngur þeirra sem líta á baráttuna gegn þriðja orkupakkanum sem sjálfstæðisbaráttu.

Í dag vitna ég í fjórar blaðagreinar. Þær snúast um ógöngur þeirra sem líta á baráttuna gegn þriðja orkupakkanum sem sjálfstæðisbaráttu og standa að baki þeim sem hafa orðið sér til skammar með málæði á alþingi.

Einar Benediktsson, fyrrv. sendiherra, í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 6. júní:

„Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn s.k. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis á þriðja orkupakkanum var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar.“

1-KZ1__O3iaYriKLrre9ZUgAAðildarríki ESB, Ísland, Liechteinstein og Noregur mynda evrópska efnahagssvæðið (EES).

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrv. alþingismaður, í Morgunblaðinu föstudaginn 7. júní:

„Næst gerist það í afrekum Klausturpostula [miðflokksmanna undir forystu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar], til að efla vinsældir sínar, að þau hertaka Alþingi í nauðaeinföldu máli, sem mun ekki hafa lagagildi. Um margt er hegðun Klausturpostula lík hegðun götustráka, sem taka gjald af öðrum fyrir að ganga um götu sína. Í þeim samkvæmisleik, sem umræðan um orkumál er komin í, er orðbragðið að vonum smekklegra en á börum borgarinnar. En því miður, það kemur ekkert nýtt fram utan nýr útúrsnúningur, nýjar rangfærslur og bollaleggingar sem enga þýðingu hafa um eðli máls.

Um margt minnir hegðun Klausturpostula og félaga þeirra á hegðan kenjóttra barna, sem vilja ekki borða þann mat sem er á boðstólum á venjulegum heimilum, en til að kaupa friðinn er börnunum boðið að fá SS-pylsur eða pítsu að eigin vali.

Það er fyrir neðan virðingu Alþingis að hegða sér með þessum hætti, þar sem siðuð hegðan er forsenda starfshátta.

Þessi hegðan með málæði og munnræpu er ekki að hafa skoðun, en sennilega fljóta allsnægtir að mönnum, sem hafa ekki skoðun á neinu.“

Hörður Ægisson markaðsritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 7. júní:

„Nú telja hins vegar sumir að á sama tíma og þessi umskipti hafa orðið á hagkerfinu þá hafi umræðan um þriðja orkupakkann opnað upp á gátt spurninguna um hvort Ísland eigi heima í ESB. Þetta er furðulegt stöðumat. Verkefnið er að verja og betrumbæta EES-samninginn, okkar mikilvægasta alþjóðasamning, gegn þeim öflum sem nú skynja að þau kunni að hafa pólitíska stundarhagsmuni af því að grafa undan honum. Það er aftur á móti sannarlega ekki að setja enn á ný aðild að ESB á dagskrá, sem myndi valda djúpstæðum ágreiningi í samfélaginu, og þá um leið upptöku evru, sem væri meiriháttar glapræði. Stundum mætti halda að þeir hinir sömu, sem ætti að vera kunnugt um mikla og afgerandi andstöðu þjóðarinnar gegn slíkri vegferð, hafi lítið lært af reynslu síðustu ára heldur snúist málið orðið meira nánast um þráhyggju en raunhæft mat á því hvar íslenskum hagsmunum sé best borgið. Ísland, hvar hagkerfið hvílir á fáum stoðum sem kallar á sveigjanlegt gengisfyrirkomulag og á því fátt sameiginlegt með evrusvæðinu, á ekkert erindi í ESB.“

Erlendur Magnússon, sjálfstæðismaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Heimssýn, segir í Morgunblaðinu föstudaginn 7. júní:

Í umræðunni um þriðja orkupakk­ann hafa þing­menn Miðflokks­ins og ýms­ir eldri karl­ar í öðrum flokk­um talað um ógn af mögu­legri lagn­ingu raf­orku­strengs milli Íslands og Bret­lands. Það er furðulegt hversu miklu púðri hef­ur verið varið í að hræða fólk við þess­um streng.[...]

Þrátt fyr­ir alla kosti þess fyr­ir ís­lenskt þjóðarbú að leggja raf­orku­streng milli Íslands og Bret­lands, þá er afar ólík­legt að af slíkri fram­kvæmd verði. Lagn­ing slíks strengjs er afar fjár­frekt verk­efni og þar að auki tækni­lega mjög áhættu­samt. Það mun því ólík­lega fást fjár­magn til þess­ar­ar fjár­fest­ing­ar nema að lík­leg arðsemi verði nokkuð há og það get­ur tæp­lega orðið.“