13.7.2020 10:04

Sýndarveruleiki borgarmeirihluta

Líklega vakna spurningar í huga margra borgarbúa um hvaða borg þarna er talað miðað við framkomu við borgaryfirvalda í garð allra sem sætta sig ekki við ákvarðanir þeirra.

Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, birtir í dag (13. júlí) viðtal við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í Reykjavík, í tilefni af hálfnuðu kjörtímabili borgarstjórnar undir meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata. Viðtalið hefst á þessum orðum borgarstjóri:

„Reykjavík á að vera staður allra; heimsborg og heimabær í senn. Íbúðarhverfi þurfa að vera hlýleg og sjálfbær á þann hátt að þar sé öll helsta þjónusta sem fólk þarf nálæga, eins og er áherslumál okkar. Gegnsæi, jafnræði og fagleg sjónarmið eiga að ráða í allri stjórnsýslu og við ákvarðanatöku borgarinnar. Þá er grundvallarmál að virða fólk sem er ólíkt eins og það er margt þannig að allir geti lifað með reisn. Samfélag sem virðir réttindi alls fólks - þar og hvergi annars staðar vil ég búa.“

Líklega vakna spurningar í huga margra borgarbúa um hvaða borg þarna er talað miðað við framkomu við borgaryfirvalda í garð allra sem sætta sig ekki við ákvarðanir þeirra.

IbbndexÞrátt fyrir óteljandi frásagnir um lítið daglegt líf í miðborginni segir borgarstjóri: „Lifandi miðborgir fyrir fólk eru svarið.“ Hann segir einnig að fjárhagsstaða borgarinnar sé sterk og að borgarlína sé á næsta leiti.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrv. borgarstjóri, segir í grein í Morgunblaðinu:

„Borgarfulltrúar meirihlutans, þ.m.t. borgarstjóri, hafa nánast ekkert minnst á lagningu Sundabrautar og gerð mislægra gatnamóta á Bústaðavegi/Reykjanesbraut. Það eru greinilega framkvæmdir sem meirihlutanum hugnast ekki, en samgönguráðherra hefur tekist að koma inn í samgöngusáttmálann með því að veita samþykki sitt fyrir Borgarlínu.“

Vilhjálmur Þ. minnir einnig á að borgarfulltrúar meirihlutans óskuðu eftir því að í stað orðanna „gerð mislægra“ gatnamóta Búsataðavegar og Reykjanesbrautrar kæmi orðið „útfærsla“. „Þannig var tillagan samþykkt með teikningu, sem sýndi þrátt fyrir allt mislæg gatnamót. Ótrúlegur feluleikur af hálfu borgarfulltrúa meirihlutans,“ segir Vilhjálmur Þ. Ætli Dagur B. kalli þetta ekki „gegnsæi“.

Píratinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, skrifar lofgrein um borgarlínuna í Morgunblaðið. Hún telur mistök að undanfarin ár hafi verið lagðir fjármunir í „innviðauppbyggingu fyrir einkabílinn“ í Reykjavík, borgin væri önnur ef sömu upphæðir „hefðu verið settar í innviði fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur [...] Það væri mun minna af mislægum gatnamótum og mun meira af öflugum hjólaakreinum. Það væru mjórri götur og breiðari gangstéttir. Minni mengun og meira val“.

Þetta sé fjárfesting sem skapi „ekki vítahring heldur sjálfbæran hring“ og skapi „hægan púls með minni mengun og meira af gróðri þar sem þú nýtur tilverunnar, hvort sem þú ert á leiðinni til vinnu eða að hitta vinkonu“.

Jónas Elíasson, fyrrv. prófessor, segir í grein í Morgunblaðinu í dag:

„Fólksbílar sjá ágætlega fyrir almannasamgöngum þeirra 90% sem nota þá. Þeir sem eiga bíl hvort eð er keyra í vinnuna fyrir 200 kall á dag. Það kostar ekki nema brotabrot af Borgarlínu að greiða götu þeirra svo þeir þjóni betur fólkinu og atvinnulífinu og mengi minna en þeir gera í endalausum biðröðum. Pólitíkin verður að finna einhverja leið til að komast út úr þessu öngstræti Borgarlínunnar.“

Þegar þetta er tekið saman er augljóst að meirihluti borgarstjórnar hefur búið sér til ímyndaða veröld og ætlar að færa borgarlífið inn í hana. Borgarlína er hluti þessa sýndarveruleika. Fyrir tæpum 20 árum var lokun Reykjavíkurflugvallar og lagning Sundabrautar lifandi hluti sýndarveruleikans. Sundabrautin og mislægu gatnamótin á mörkum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar eru nú mun nær veruleikanum en borgarlínan.