20.10.2020 9:53

Stjórnarskrárklukkan færð til baka

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur á kjörtímabilinu beitt sér fyrir samstarfi formanna allra flokka um áfangaskiptar breytingar á stjórnarskránni. Þetta samstarf formannanna er nú í uppnámi.

Í dag (20. október) verða undirskriftir um nýja stjórnarskrá afhentar forsætisráðherra. Þennan dag fyrir átta árum var lögð fyrir þjóðina spurning um hvort leggja ætti tillögur stjórnarlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það gerði alþingi með frumvarpi sem sent var Feneyjanefndinni, sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um stjórnarskrármál. Nefndin dæmdi frumvarpið úr leik 11. febrúar 2013 og síðan hafnaði alþingi frumvarpinu.

FanarÍ meðförum fréttastofu ríkisútvarpsins hefur inntak atkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 breyst. Þetta sagði til dæmis í hádegisfréttum 19. október:

„Með nýju stjórnarskránni er átt við frumvarp stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum upp á dag á morgun.“ Í Kastljósi að kvöldi 19. október sagði stjórnandi „þetta [frumvarpið] var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu“ og spurði hvort þingið þyrfti því ekki að fara að því.

Að fréttastofan fari hvað eftir annað rangt með eðli atkvæðagreiðslunnar fyrir átta árum er sjálfstætt rannsóknarefni. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var dræm, og niðurstaðan var aðeins ráðgefandi fyrir alþingi en ekki bindandi. Alþingi hefur þegar fullnægt því sem um var beðið af þeim sem greiddu atkvæði 20. október 2012

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur á kjörtímabilinu beitt sér fyrir samstarfi formanna allra flokka um áfangaskiptar breytingar á stjórnarskránni. Þetta samstarf formannanna er nú í uppnámi.

Föstudaginn 16. október lögðu þingmenn Pírata og Samfylkingar auk tveggja þingmanna utan flokka fram þingfrumvarp með tillögum stjórnlagaráðs. Þar birtist tillaga um breytingar á stjórnarskránni frá formönnum tveggja flokka.

Í dag skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún segir sig frá frekara samstarfi um breytingar á stjórnarskránni. Hún vill þó ekki kannast við eigin ábyrgð heldur kastar henni á herðar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eins og þessi orð sýna:

„Ég er sammála Katrínu Jakobsdóttur þegar hún segir að Alþingi skuldi þjóðinni löngu tímabærar breytingar á stjórnarskrá. En hún er verkstjóri þingmeirihlutans. Það er á hennar ábyrgð að leggja fram tillögur í samræmi en ekki ósamræmi við traustar vísbendingar um meirihlutavilja þjóðarinnar.“

Þetta er ódýr leið frá vandasömu verki, Þorgerður Katrín er þingmaður eins og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra eða þingmeirihlutinn ber enga lögbundna skyldu í þessu efni.

Píratar, Samfylking og Viðreisn nota tímamótin núna til að slíta samstarfi flokka um stjórnarskrárbreytingar. Forsendurnar fyrir verklagi forsætisráðherra eru þar með brostnar. Stjórnarskrárklukkan hefur verið færð átta ár til baka.