30.9.2023 13:29

Spiegel um mistök Merkel

Segir Der Spiegel að nú sé litið á friðmælin við Rússa sem eina af mestu mistökunum sem gerð voru í stjórnartíð Merkel.

Þýska vikuritið Der Spiegel birtir nú í vikunni á enskri vefsíðu sinni langa úttekt á ríkisoddvitafundi NATO í Búkarest í byrjun apríl 2008, hún birtist upphaflega í hefti blaðsins sem út kom 16. september. Í upphafi frásagnarinnar segir að blaðamenn hafi velt hverjum steini til að komast að því sem raunverulega gerðist.

Þegar Vladimir Pútin Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um innrásina í Úkraínu 24. febrúar 2022 sögðu ýmsir, meðal annars hér á landi, að ákvörðun hans væri rökrétt framhald af því að niðurstaðan fundarins í Búkarest hefði verið að útiloka ekki aðild Úkraínu og Georgíu að NATO þegar fram liðu stundir.

Fyrir fundinn sendu ráðamenn í Kyív bréf til NATO með ósk um að bandalagið féllist á að gera aðgerðaáætlun um NATO-aðild Úkraínu (e. Membership Action Plan, MAP). Venjulega er útlistað í slíkum áætlunum hvaða ráðstafanir ríki þurfi að gera til að fullnægja aðildarskilyrðum. Kunna að líða mörg ár frá upphafi áætlunarinnar þar til aðildar kemur en samþykki við henni er jafnan talin skýr ábending um að til aðildar muni koma.

Í stuttu máli vildi George Bush, þáv. Bandaríkjaforseti, að ríkisoddvitarnir samþykktu að verða við óskum stjórnvalda í Kyív og naut það sjónarmið stuðnings NATO-ríkja í austurhluta Evrópu. Andrea Merkel, þáv. kanslari Þýskalands, vildi ekki samþykkja MAP og beitti sér fyrir þeirri málamiðlun sem birtist í lokayfirlýsingu fundarins. Stóð Nicolas Sarkozy. þáv. Frakklandsforseti, við hlið hennar auk forystumanna margra annarra Evrópuríkja, þ. á m. Noregs.

Saekja-1-

Þegar sagt var frá fjöldamorðunum í Butsja, í útjarði Kyív, í fyrra sagði Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti að nú ættu Merkel og Sarkozy að koma og sjá afleiðingar friðmæla sinna við Rússa.

Ummæli Zelenskíjs urðu til þess að Merkel rauf þögnina sem hún hefur haldið um stjórnartíð sína frá því að hún hætti sem kanslari í desember 2021. Í yfirlýsingu sagðist hún standa við „ákvarðanir í tengslum við ríkisoddvitafund NATO 2008“. Skömmu síðar bætti hún við að á þeim tíma hefði verið ágreiningur innan Úkraínu um aðild að NATO og þá hefði Pútin Rússlandsforseti ekki staðið þegjandi til hliðar og leyft landinu að ganga í bandalagið. „Ég vildi ekki storka á þann hátt,“ sagði Merkel.

Það var einfaldlega stefna Merkel og utanríkisráðherra hennar, jafnaðarmannsins Frank-Walters Steinmeiers, núverandi forseta Þýskalands, að öryggi í Evrópu yrði ekki tryggt án Rússa, heimskulegt væri að reyna það í andstöðu við Rússa. Segir Der Spiegel að nú sé litið á þessa stefnu sem eina af mestu mistökunum sem gerð voru í stjórnartíð Merkel.

Steinmeier fylgdi á þeim tíma hefðbundinni Ostpolitik þýskra jafnaðarmanna um að smíða ætti brýr til Moskvu. Nú segir hann það hafa verið mistök. Í tíð Steinmeiers sem utanríkisráðherra taldi ráðuneyti hans enn hugsanlegt að Rússar gengju í NATO þegar fram liðu stundir.

Allt er þetta liðin tíð en skuggi atburðanna hvílir enn yfir Evrópu og enginn veit hver verða endalok innrásar Pútins í Úkraínu. Der Spiegel segir að ekki liggi beint við að álykta að upptök stríðsins megi rekja til Búkarestfundarins í apríl 2008.Þýska vikuritið Der Spiegel birtir nú í vikunni á enskri vefsíðu sinni langa úttekt á ríkisoddvitafundi NATO í Búkarest í byrjun apríl 2008, hún birtist upphaflega í hefti blaðsins sem út kom 16. september. Í upphafi frásagnarinnar segir að blaðamenn hafi velt hverjum steini til að komast að því sem raunverulega gerðist.

Þegar Vladimir Pútin Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um innrásina í Úkraínu 24. febrúar 2022 sögðu ýmsir, meðal annars hér á landi, að ákvörðun hans væri rökrétt framhald af því að niðurstaðan fundarins í Búkarest hefði verið að útiloka ekki aðild Úkraínu og Georgíu að NATO þegar fram liðu stundir.

Fyrir fundinn sendu ráðamenn í Kyív bréf til NATO með ósk um að bandalagið féllist á að gera aðgerðaáætlun um NATO-aðild Úkraínu (e. Membership Action Plan, MAP). Venjulega er útlistað í slíkum áætlunum hvaða ráðstafanir ríki þurfi að gera til að fullnægja aðildarskilyrðum. Kunna að líða mörg ár frá upphafi áætlunarinnar þar til aðildar kemur en samþykki við henni er jafnan talin skýr ábending um að til aðildar muni koma.

Í stuttu máli vildi George Bush, þáv. Bandaríkjaforseti, að ríkisoddvitarnir samþykktu að verða við óskum stjórnvalda í Kyív og naut það sjónarmið stuðnings NATO-ríkja í austurhluta Evrópu. Andrea Merkel, þáv. kanslari Þýskalands, vildi ekki samþykkja MAP og beitti sér fyrir þeirri málamiðlun sem birtist í lokayfirlýsingu fundarins. Stóð Nicolas Sarkozy. þáv. Frakklandsforseti, við hlið hennar auk forystumanna margra annarra Evrópuríkja, þ. á m. Noregs.

Þegar sagt var frá fjöldamorðunum í Butsja, í útjarði Kyív, í fyrra sagði Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti að nú ættu Merkel og Sarkozy að koma og sjá afleiðingar friðmæla sinna við Rússa.

Ummæli Zelenskíjs urðu til þess að Merkel rauf þögnina sem hún hefur haldið um stjórnartíð sína frá því að hún hætti sem kanslari í desember 2021. Í yfirlýsingu sagðist hún standa við „ákvarðanir í tengslum við ríkisoddvitafund NATO 2008“. Skömmu síðar bætti hún við að á þeim tíma hefði verið ágreiningur innan Úkraínu um aðild að NATO og þá hefði Pútin Rússlandsforseti ekki staðið þegjandi til hliðar og leyft landinu að ganga í bandalagið. „Ég vildi ekki storka á þann hátt,“ sagði Merkel.

Það var einfaldlega stefna Merkel og utanríkisráðherra hennar, jafnaðarmannsins Frank-Walters Steinmeiers, núverandi forseta Þýskalands, að öryggi í Evrópu yrði ekki tryggt án Rússa, heimskulegt væri að reyna það í andstöðu við Rússa. Segir Der Spiegel að nú sé litið á þessa stefnu sem eina af mestu mistökunum sem gerð voru í stjórnartíð Merkel.

Steinmeier fylgdi á þeim tíma hefðbundinni Ostpolitik þýskra jafnaðarmanna um að smíða ætti brýr til Moskvu. Nú segir hann það hafa verið mistök. Í tíð Steinmeiers sem utanríkisráðherra taldi ráðuneyti hans enn hugsanlegt að Rússar gengju í NATO þegar fram liðu stundir.

Allt er þetta liðin tíð en skuggi atburðanna hvílir enn yfir Evrópu og enginn veit hver verða endalok innrásar Pútins í Úkraínu. Der Spiegel segir að ekki liggi beint við að álykta að upptök stríðsins megi rekja til Búkarestfundarins í apríl 2008.