4.2.2022 10:27

Sjálfskaparvíti hrellir Boris

Þingflokkur íhaldsmanna ræður hvort Boris nýtur þess pólitíska stuðnings sem hann þarf til að leiða flokkinn og sitja sem forsætisráðherra.

Í umræðum á þingi mánudaginn 31. janúar lét Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, að því liggja að Sir Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefði látið undir höfuð leggjast að ákæra einn alræmdasta breska kvenna- og barnaníðinginn, Jimmy Savile (d. 2011), þáttastjórnanda hjá BBC. Hins vegar hefðu blaðamenn verið hundeltir. Sir Keir var yfir-ríkissaksóknari (e. director of public prosecutions (DPP)) þegar mál Savile var til rannsóknar árið 2009.

Í fyrirspurnatíma forsætisráðherrans miðvikudaginn 2. febrúar sakaði Sir Keir forsætisráðherrann um að nota „samsæriskenningar ofbeldisfullra fasista“ til að verjast vegna veisluhalda í Downing-stræti 10 á tímum COVID-samkomubanns.

Boris dró síðan í land í samtölum við fjölmiðla og sagðist ekki tala um persónulegar ákvarðanir leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hann vissi vel að hann hefði ekki persónulega komið að ákvörðunum um að ákæra ekki Savile heldur ætti hann við ábyrgð hans á stofnuninni í heild. Sir Keir hefði á sínum tíma séð ástæðu til að biðjast afsökunar vegna ákvarðana undirmanna sinna.

DAVEY04022022_trans_NvBQzQNjv4Bqeo_i_u9APj8RuoebjoAHt0k9u7HhRJvuo-ZLenGRumAForsætisráðherrann sætti gagnrýni fyrir að biðjast ekki afsökunar. Þetta sjónarmið birtist í afsagnarbréfi sem Munira Mirza, náin samstarfskona Boris frá árinu 2008, þegar hún hvarf úr starfsliði hans í Downing-stræti 10 fimmtudaginn 3. febrúar. Sumir kalla hana „heila Boris“.

Í afsagnarbréfi sínu sagði Munira Mirza um Boris:

„Þú ert betri en margir þeirra sem níða þig geta nokkru sinni skilið, einmitt þess vegna er svo hörmulega sorglegt að þú lítillækkir sjálfan þig með ósvífnum ásökunum í garð leiðtoga stjórnarandstöðunnar.“

Fleiri starfsmenn forsætisráðherrans sögðu síðan af sér 3. febrúar og að morgni föstudags 4. febrúar. Þeirra á meðal eru embættismenn sem axla ábyrgð vegna umdeildu veisluhaldanna sem nú eru til rannsóknar hjá lögreglu. Stuðningsmenn forsætisráðherrans segja að afsagnir embættismannanna sýni að Boris sé tekinn til við umbæturnar sem hann lofaði.

Á vefsíðu The Telegraph sagði að morgni 4. febrúar að grátandi starfsmenn í Downing stræti-10 lýstu ástandinu þar sem hörmulegu. Allir væru í óvissu um hvað gerðist næst.

Þingflokkur íhaldsmanna ræður hvort Boris nýtur þess pólitíska stuðnings sem hann þarf til að leiða flokkinn og sitja sem forsætisráðherra. Til að formlegt vantraustsferli hefjist innan flokksins þurfa 54 þingmenn að krefjast þess skriflega. BBC segist að morgni 4. febrúar hafa staðfesta vitneskju um að 17 þingmenn hafi sent slíkt bréf.

Allt frá því að veisluvandi Boris komst í hámæli hefur Rishi Sunak fjármálaráðherra staðið fjær Boris en aðrir ráðherrar. Þegar hann var 3. febrúar spurður álits á ummælum Boris um Sir Keir Starmer svaraði Sunak: „Í hreinskilni, ég hefði ekki sagt þetta og ég fagna því að forsætisráðherrann hefur skýrt hvað hann meinti.“

Skýrsla siðameistara ríkisstjórnarinnar veisluhöldin sem birtist 31. febrúar gróf undan Boris en felldi hann ekki, hún var bitlítil vegna óska lögreglu sem vill rými til eigin athugana. Boris situr undir lögreglurannsókn en fellur ef til vill á eigin bragði áður en henni lýkur,