13.1.2020 16:36

Norræn rannsóknarvinna hefst

Verkefnið snýst um að taka saman tillögur sem nýtast til að auka gildi norrænnar samvinnu á starfssviði utanríkisráðherranna.

Hélt í fyrstu rannsóknarferð mína í dag (13. janúar) vegna verkefnis sem utanríkisráðherrar Norðurlanda fólu mér með erindisbréfi Guðlaugs Þór Þórðarsonar utanríkisráðherra dags. 2. desember 2019. Jóna Sólveig Elínardóttir, deildarstjóri alþjóðlegs öryggis- og varnarmálastarfs í utanríkisráðuneytinu, vinnur að verkefninu með mér.

Verkefnið snýst um að taka saman tillögur sem nýtast til að auka gildi norrænnar samvinnu á starfssviði ráðherranna.

82082044_10212443864890976_4798813551626027008_nFram hjá þ.essum skafli þurfti ég að komast á leiðinni inn í flugstöðina.

Í hverju Norðurlandanna eru tveir tengiliðir sem ég hitti auk ráðherra, embættismanna og sérfræðinga.

Icelandair-vélin fór á loft 08.36 í stað 07.50 og lenti í Osló 11.57.

Fyrsti fundurinn hófst í NUPI, Norsku utanríkismálastofnuninni, kl. 14.00.

Veðurlýsingar og vandræði í nágrenni Keflavíkurflugvallar í gærkvöldi bentu til þess að hugsanlega gengi þessi tímaáætlun ekki upp. Allt gekk þó eins og í sögu.

Myndin sem hér fylgir sýnir skafl á yfirbyggðu göngubrautinni frá langtímabílastæðinu að flugstöðinni. Litlu töskunni minni var unnt að smeygja fram hjá skaflinum. Líklega hafa einhverjir bílstjórar átt í erfiðleikum með að losa bíla úr stæðum vegna snjóruðninga. Gamli jeppinn minn klauf þá hins vegar auðveldlega.

Fólk lá í teppum eða öðru í anddyri flugstöðvarinnar og minnti aðkoman á það sem sést af myndum af langþreyttu flóttafólki. Ég ákvað að taka ekki svo dapurlegar myndir.

Af auðum matarhillum inni í stöðinni mátti ráða að fleiri hefðu keypt samlokur og annað en venjulega.

Engin bið var í öryggisskoðun og hver flugvélin eftir aðra fylltist. Með vélinni til Osló voru til dæmis farþegar sem annars hefðu ferðast með vélum SAS eða Aeraoflot.