19.3.2016 22:30

Laugardagur 19. 03. 16

 

Í dag sat ég ráðstefnuna Enginn er eyland: Ísland og alþjóðasamfélagið og flutti erindi sem má lesa hér.

Akureyrarakademían, utanríkisráðuneytið og Háskólinn á Akureyri efndu til ráðstefnunnar sem var vel skipulögð og vel heppnuð. 

Hér má lesa nánar um ráðstefnuna. 

Veðrið var gott. Við flugum norður með nýju Bombardier-vél Flugfélags Íslands en til baka með Fokker – um miðjan dag barst sms þar sem sagt var að yfirbókað væri á vélina til Reykjavikur og þeim boðin umbun sem vildu breyta heimfluginu.