28.6.2015 17:00

Sunnudagur 28. 06. 15

Á mbl.is má lesa að í morgun hafi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, svarað spurningum í útvarpsþætti sem heitir Á Sprengisandi. Í fréttinni segir:

„Hann [Árni Páll] sagði að í huga fólks væri Sam­fylk­ing­in einn af fjór­flokk­un­um, sem hún væri þó alls ekki. Flokk­ur­inn hefði verið stofnaður á sín­um tíma til höfuðs fjór­flokk­un­um.

Hann viður­kenndi að hann, og flokk­ur­inn, hefði ekki gert nóg til að „rjúfa þá ímynd í huga fólks að við séum kerf­is­flokk­ur“.

Hann nefndi að fylg­istap flokks­ins á umliðnum árum væri áfell­is­dóm­ur. Þró­un­in hefði haf­ist með stofn­un Bjartr­ar framtíðar og haldið síðan áfram. Þegar Björt framtíð fór að tapa fylgi, þá hefði það ekki farið yfir til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, held­ur horfði fólk nú til Pírata.

„Og þetta er áfell­is­dóm­ur yfir Sam­fylk­ing­unni sem hún verður að bregðast við,“ sagði hann. Flokk­ur­inn þyrfti að „hætta að tala sem gam­aldags flokk­ur og hætta að vinna sem gam­aldags flokk­ur“.

Hann sagði að fólk hefði eng­an áhuga á því að „hlusta á ræður okk­ar um eig­in ágæti“ eða lesa yf­ir­lýs­ing­ar um „hvað við séum æðis­leg. Fólk vill sam­tal og geta haft áhrif á það hvert við séum að stefna, hafa áhrif á ein­stök stefnu­mál, og við sem flokk­ur þurf­um að bregðast við því“, sagði hann.

Fólk væri orðið þreytt á hinum „hefðbundnu“ flokk­um. Þeim flokk­um gengi illa, en það væri sér­stakt vanda­mál ef Sam­fylk­ing­in væri í þeim hópi. „Hún á ekki að vera í flokki með gömlu kerf­is­flokk­un­um.“ Sam­fylk­ing­in væri um­bóta­hreyf­ing.“

Þarna er viðurkennt að Árna Páli og öðrum sem leitt hafa Samfylkinguna frá 2000 til 2015 hafi mistekist. Það er beinlínis rangt að draga aðra flokka inn í þessa mynd með talinu um „fjórflokkinn“ – enginn kýs þann flokk enda engir frambjóðendur í boði. 

Orðræða Árna Páls ber sama einkenni og ræðurnar sem oftast eru fluttar á þingi, þær snúast ekki um neitt efni heldur um umræðuna sjálfa. Flokkur í þeirri kreppu sem Árni Páll lýsir hér að ofan kemst ekki úr henni með því að tala um sjálfan sig heldur með því að móta stefnu og markmið. Hver eru þau hjá Samfylkingunni eftir að ESB-málið er úr sögunni?