9.6.2014 22:24

Mánudagur 09. 06. 14

Ótti við nýja tækni og miðlun upplýsinga með henni er landlægur meðal íhaldssamra stétta. Nú hafa dómarar í Aurum-málinu yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum við héraðsdóm Reykjavíkur komist að þessari niðurstöðu:

„Þótt sönnunarmatið sé frjálst er sú leið ótæk að mati dómsins að byggja sönnun í málinu á túlkun á tölvupóstunum sem eru, a.m.k. að hluta, andstæðir framburði ákærðu og/eða vitna fyrir dómi.“

Hvernig rímar þetta við önnur dómsmál þar sem tölvubréf koma við sögu? Eru þau almennt talin hafa minna sönnunargildi en það sem menn segja fyrir dómi? Hvernig var þessu háttað þegar fjallað var um verðsamráð olíufélaganna á sínum tíma? Dugar að segja annað fyrir rétti en stendur í tölvubréfum til að ómerkja efni þeirra?

Á sínum tíma reisti Jón Ásgeir kenninguna um pólitískt samsæri gegn sér með aðstoð lögreglu á stolnum tölvubréfum.

Aldrei hefur verið upplýst hver stal tölvubréfunum sem Jón Ásgeir gjörnýtti í eigin þágu eftir að þau birtust í blaði hans en hæstiréttur taldi almannahagsmuni réttlæta birtingu þeirra bréfa. Nú þegar tölvubréf geyma fyrirmæli frá Jóni Ásgeiri til bankastarfsmanna er talið ótækt að taka mark á tölvubréfum í dómsmáli. 

Leiðir þetta til þess að hætt verði að gera upptæk tölvugögn við húsleit á vegum lögreglu að kröfu ákæruvaldsins?

Það er ekki ein báran stök,