Þriðjudagur 04. 10. 11
Þá er einnig ástæða til að velta fyrir sér hvort það samræmist siðareglum þingmanna að sitja sem fastast að sýna forseta Íslands óvirðingu eins og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks vinstri-grænna, gerði. Eða ganga úr þingsalnum undir ræðu forsetans eins og þingmenn vinstri grænna, Álfheiður Ingadóttir og Davíð Stefánsson, gerðu? Í danska þinginu gerðist það í gær að þingmenn risu ekki úr sætum þegar drottning og fjölskylda hennar gekk úr þingsalnum. Vekur það almenna hneykslan innan þings og utan.
Hið furðulega í þessum deilum forseta og forsætisráðherra er að annars vegar segir forsætisráðherra að þau Ólafur Ragnar hafi setið á löngum fundi í síðustu viku og rætt samskipti sín og embætta sinna og hins vegar segir hún að þessi mál hafi ekki verið rædd á ríkisráðsfundi þótt hún kjósi síðan að gagnrýna forsetann harðlega í stefnuræðu sinni. Við blasir að þarna er eitthvað og meira á ferðinni en fram hefur komið.
Ég vakti máls á því að kannski hefðu hæstaréttardómarar ekki viljað taka þátt í þingsetningu til að mótmæla lítilsvirðingu meirihluta þings á réttinum með ákvörðunum um stjórnlagaráðið þrátt fyrir ógildingu kosninga til stjórnlagaþings. Dómarar hafa einnig getað haft í huga að mótmælin á Austurvell kynnu að leiða til dómsmáls, þeir hafi ekki viljað gera sig vanhæfa.