8.5.2011

Sunnudagur 08. 05. 11.

Breska blaðið The Daily Telegraph flytur þær fréttir að á árinu 2012 ætli Evrópusambandið að verja um 40 milljörðum ísl. króna til að kosta um 1000 spunaliða til að halda frá ágæti sambandsins. Fréttin birtist um sama leyti og skýrt er frá því að Vísindavefur Háskóla Íslands ætli að taka að sér að miðla ESB-upplýsingum í þágu ESB en jafnan er tekið fram að um óhlutdrægar upplýsingar sé að ræða til að auðvelda að átta sig á köstum og göllum aðildar.

Fyrir nokkru auglýsti ESB-sendiráðið í Reykjavík eftir tilboðum í upplýsingamiðlun fyrir sambandið. Niðurstaða þess ferlis hefur ekki verið kynnt opinberlega.

Við því er að búast að á næstunni leggi ESB sig fram af meiri þunga en áður til að móta almenningsálit á Íslandi sér í hag. Einhliða áróður undir merki Háskóla Íslands í þagu ESB-aðildar er ekkert nýnæmi. Vísindavefur HÍ  glatar fjótt  trúverðugleika láti hann stjórnast af ESB-spuna,

Þegar skoðaður er texti á netinu er oft hvatt til þess að hann sé ekki prentaður nema af brýnni þörf. Þetta hvatningarframtak í þágu umhverfisverndar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir marga styrki. Ráðuneytið krefst þess að fá umsókn sem fyllt er inn á netinu senda í venjulegum pósti, það er nauðsynlegt er að prenta hana út, gjarnan í tvíriti, og koma í ráðuneytið. Ef menn vilja fara sjálfir með bréf í ráðuneytið um helgi, finnst enginn póstkassi hjá því.

Spyrja má: Hvers vegna viðurkennir ráðuneytið ekki umsóknir á rafrænu formi? Samræmist það umhverfisstefnu vinstri-grænna að hvetja til svo mikillar prentunar til að þjóna kröfum ráðuneytisins?