17.2.2010

Miðvikudagur, 17. 02. 10.

Viðskiptaþing var haldið í dag. Í tilefni því gaf Viðskiptaráð út stefnuskjal sitt: Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?. Þar er sagt frá nýlegri viðhorfskönnun og niðurstöðunni meðal annars lýst á þennan hátt:

„Afstaða viðskiptalífsins undanfarin ár til aðildar að Evrópusambandinu hefur verið mjög reikul. Af niðurstöðum fyrrgreindrar könnunar má hins vegar greina tortryggni gagnvart aðild að sambandinu. Alls telja um 60% forsvarsmanna fyrirtækja að íslensku viðskiptalífi sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Tæplega 30% telja hagsmunum viðskiptalífs betur borgið innan ESB en ríflega 10% gera ekki upp á milli.“

Síðustu misseri hafa ESB-aðildarsinnar hér á landi helst hampað aðild vegna ágætis evrunnar. Frá því að hún kom til sögunnar fyrir 10 árum, hefur vandi hennar þó aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld evru-landa og evru-seðlabankinn í Frankfurt verða að taka á hinum stóra sínum til að sanna fyrir íbúum á evru-svæðinu, að þeim sé, þrátt fyrir allt, áfram fyrir bestu að búa við evruna.

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, segir frá því á vefsíðu sinni í gær, að hann hafi í miklum önnum fengið Össur Skarphéðinsson í heimsókn ofan frá Íslandi. Þeir hafi talað saman í klukkustund. Össur hafi enn óskað eftir stuðningi vegna ESB-aðildar.

Carl Bildt segir:

„Och vi hoppas att det skall vara möjligt för kommissionen i Bryssel att redan nästa vecka presentera sin bedömning av Islands möjligheter att bli medlem – och att man också skall rekommendera att Unionen inleder konkreta medlemskapsförhandlingar med Island.

Kring hur vi gemensamt skall kunna hjälpa till att föra denna process framåt resonerade vi en del under dagen.

Och alldeles självklart talade vi också om Islands besvärliga ekonomiska situation efter bankkrascherna. Men konstaterade att det finns en del ljuspunkter i situationen just nu.

Össur vet att han alltid är välkommen tillbaka.“

Í fréttatilkynningu íslenska utanríkisráðuneytisins um fund Össurar með Bildt segir:

„Ráðherra fór ítarlega yfir stöðuna í Icesave málinu og gerði grein fyrir nýrri nálgun í viðræðum Íslands við Breta og Hollendinga. Ræddi hann ennfremur efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“ 

Hverjir ætli séu „ljuspunktar“ þeirra Össurar og Bildts? Að ríkisstjórn Íslands hafi étið ofan í sig eigin Icesave-stefnu - sem hún hefur látið lögfesta tvisvar?