12.11.2008 7:13

Miðvikudagur, 12. 11. 08.

Klukkan 13.00 var athöfn í alþingishúsinu en þá opnaði landskjörstjórn vefsíðu um kosningar og kosningafræði www.landskjor.is

Lagadeild Háskólans í Reykjavík efndi í dag til umræðna um lögfræðileg álitamál á umbrotatímum og má skoða slæður frá ræðumönnum hér.

Þórdís Ingadóttir dósent ræddi um gildi yfirlýsinga ráðamanna að þjóðarétti. Þegar efni er hennar er skoðað á vefsíðunni, sést, að ríki geta gengist undir þjóðréttarlegar skuldbindingar með einhliða yfirlýsingu. Vegna eðli starfa þeirra eru eftirfarandi ráðamenn sjálfkrafa taldir hafa umboð til að skuldbinda ríki: þjóðhöfðingi, forsætisráðherra og utanríkisráðherra.

Þórdís fór síðan yfir álitamál um það, hvort um væri að ræða undantekningu frá þessari meginreglu eða hvort unnt væri fyrir þjóðir að skorast undan að vera bundnar af slíkum yfirlýsingum. Nefndi hún dæmi til að skýra málið. Þar kemur meðal annars fram, að Malí hafi haldið því fram, að yfirlýsing þjóðhöfðingja á blaðamannafundi hefði einungis verið „a witticism of the kind regularly uttered at press conferences“.

Sama dag og þetta erindi var flutt bárust fréttir frá Noregi af frásögn sendiherra Noregs hér á landi af orðum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í hádegisverðarboði Lasse Reimann, sendiherra Dana á Íslandi, í bústað hans við Hverfisgötu föstudaginn 7. nóvember. Hádegisverðinn sátu sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi.

Í norska blaðinu Klassekampen er hinn 12. nóvember á forsíðu vitnað í frásögn norska sendiherrans undir risafyrirsögninni: Islands president í skandalelunsj: Skjelte ut Sverige og Danmark. Þetta má íslenska á þennan hátt: Forseti Íslands í hádegisverðarhneyksli: Skammaði Svía og Dani. Sagt er, að diplómatar hafi verið „sjokkeraðir“ undir ræðu forsetans.

Inni í blaðinu er ítargrein um efnið undir fyrirsögninni: Inviterer Russland - Býður Rússlandi - undir er stór mynd af Ólafi Ragnari og í inngangi fréttarinnar segir á norsku: „Islands president Ólafur Ragnar Grímsson sjokkerte diplomatene i Reykjavik, da han skjelte ut Islands nære allierte og tilböd Russland a bruke Keflavik-basen.“

Blaðið segir, að forseti Íslands hafi minnt sendiherrana á mikilvægi N-Atlantshafs fyrir Norðurlönd, Bandaríkin og Bretland, en ríkin virtust ekki viðurkenna þá staðreynd. Íslendingar mundu þá leita nýrra vina, þeir ættu kannski frekar að bjóða Rússum að nota Keflavíkurstöðina. Þá hefði rússneski sendiherrann orðið undrandi á svipinn og sagt brosandi, að Rússland þyrfti ekki á aðstöðunni að halda.

Á ruv.is birtist 12. nóvember:

„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ekki fengið athugasemdir frá erlendum sendimönnum eða ríkjum vegna fundar forseta Íslands með sendiherrum. Sendiherra Breta segir samskipti ríkjanna eðlileg.

Eins og fram hefur komið telur norski sendiherrann í Reykjavík að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi vakið undrun með harðri gagnrýni á nágrannaþjóðir á fundi með erlendum sendimönnum fyrir helgi. Beindi forsetinn gagnrýni sinni að Bretum, Dönum og Svíum fyrir að bregðast Íslendingum í aðsteðjandi vanda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist ekki vita hvað fór fram á þessum fundi, hún hafi bara heyrt það í endursögn.

Hún telur ekki að forsetinn hafi skemmt fyrir hagsmunum Íslands og hefur ekki fengið athugasemdir frá öðrum ríkjum vegna fundarins.

Fréttastofa hafði samband við sendiráð Breta og Dana á Íslandi vegna ummælanna. Engin svör bárust frá Dönum en þau skilaboð bárust frá Ian Whitting, sendiherra Breta, að samskipti þjóðanna væru eðlileg.“

Ólafur Ragnar Grímsson svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi 12. nóvember, þarna hefði verið um reglulegan fund með sendiherrum erlendra ríkja að ræða (slíkir hádegisverðir eru einu sinni á ári) og vildi hann lítið um frásögn norska sendiherrans segja, enda ætti að ríkja trúnaður á þessum fundum. Gaf hann raunar til kynna, að slíkar frásagnir gætu verið haldlitlar heimildir, en sagðist ekki hafa séð frásögnina.

Ólafur Ragnar talaði um hugarburð, þegar Sigmar spurði hann um Rússayfirlýsingar hans.

Ég hef fjallað um frásagnir sendiherra í tengslum við umræður um kalda stríðið, aldrei dregið í efa, að rétt sé skýrt frá, en áréttað, að þær lýsi að sjálfsögðu áherslu þess sem skráir, og stundum kunni þessi áhersla að byggjast á áhuga ríkisstjórnar viðkomandi frekar en viðmælandans. Eðlilegt er, að norski sendiherrann staldri sérstaklega við það, sem forsetinn segir um þróun mála á N-Atlantshafi og Rússa, enda aðeins nokkrir dagar síðan norski utanríkisráðherrann var hér og flutti meðal annars erindi um þróun mála á norðurslóðum.

Þegar við Ólafur Ragnar sátum saman í utanríkismálanefnd alþingis í upphafi tíunda áratugarins gerðist það oftar en einu sinni eða tvisvar, að hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár eða fór mikinn í fjölmiðlum vegna þess sem haft var eftir erlendum stjórnarerindrekum á líðandi stundu eða í fortíðinni. Þá dró hann ekki í efa, að unnt væri að treysta frásögnum þeirra.

Þegar ríkisstjórn Malí lenti í vandræðum vegna ummæla forseta landsins á blaðamannafundi, en litið var á orð hans sem bindandi að þjóðarrétti, sagði hún, að forsetinn hefði bara að vera að gera að gamni sínu á blaðamannafundi, eins og oft væri gert.

Hádegisverðarfundur þjóðhöfðingja með sendiherrum er ekki nein skemmtisamkoma. Það er engin tilviljun, að sú regla var viðhöfð um áratugaskeið, að ræður forseta Íslands á erlendum vettvangi eða yfir útlendingum voru bornar undir forsætisráðherra eða utanríkisráðherra.

Á mbl.is 12. nóvember segir:

„Ræða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt á hádegisverðarfundi í danska sendiráðinu í síðustu viku var ekki borin undir utanríkisráðuneytið enda hefur ekki tíðkast að ræður hans við slík tækifæri séu bornar undir það.

Samkvæmt upplýsingum Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, byggja samskipti forseta og erlenda sendiherra á ríkum hefðum sem falla ekki undir ráðuneytið.

Þá segir hún engin viðbrögð við fréttum af ummælum forsetans á umræddum fundi hafa borist til ráðuneytisins.“

Hér má sjá túlkun erlends greinanda á framgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar.

Ég birti með enska textann, sem vísað er til hér að ofan í heild:

Iceland: Strategic Air Base for Sale?

November 12, 2008 | 1747 GMT

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson KARIM SAHIB/AFP/Getty Images Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson Summary

Iceland's president offered the strategic Keflavik air base to Russia at a diplomatic luncheon in Reykjavik on Nov. 7, shocking Iceland's neighbors and apparently surprising even the Russians. With Iceland's economy in a desperate position, the offer most likely represents an attempt to pressure Western creditors, rather than a move to give the Russians military control of the North Atlantic in exchange for rubles.

Analysis

Related Special Topic Page

* Political Economy and the Financial Crisis

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson shocked foreign diplomats at a lunch in Reykjavik on Nov. 7 when he said Iceland should offer Russia the use of the former U.S. air base at Keflavik, the Dagbladet newspaper reported. Grimsson added that Iceland needs to make "new friends" on the international scene.

Keflavik is not just any air base. It was absolutely central to U.S. strategy in the North Atlantic throughout the Cold War (and in World War II before that). Washington used Keflavik to keep Russian submarines from entering the North Atlantic, and in World War II it served a critical transshipment point between the United States and Europe; without it, Moscow would have had full and direct access to the open seas via the Greenland-Iceland-U.K. (GIUK) Gap. The United States closed the Keflavik base in 2006.

Iceland's search for "new friends," then, represents a sharp departure from the past, to say the least. But then Reykjavik is in dire straits. After being fabulously wealthy for the past decade, Iceland has become the poster child for the international credit crunch — it has seen its entire economy collapse in a matter of weeks, in what amounts to the largest default ever in per-capita terms. With stalled financial transfers — it would be inaccurate to call it all "debt" — standing at 20 times its gross domestic product, Reykjavik is facing the uncomfortable reality that building an international banking empire in an economy of 300,000 people whose only industry is fishing might have been doomed to hit the rocks at some point. Having maximized its exposure to the international financial system, Iceland is now feeling the maximum pain as that system convulses.

Map: GIUK Gap

In these circumstances, Reykjavik has thrown itself on the mercy of its Scandinavian neighbors and the International Monetary Fund (IMF) to put things right with $6 billion in emergency loans. But given Iceland's poor — or more accurately, tiny — economic fundamentals, they are (understandably) offering somewhat unfavorable terms. Specifically, the Scandinavians are making their $4 billion in loans contingent on Iceland first getting approval for $2 billion from the IMF.

With its standard of living on the line, however, Iceland (also understandably) is hoping to get a better deal. So while it is certainly true that Iceland needs friends — and possibly even "new" friends as Grimsson said — it may also be that offering a strategic air base to the Russians is simply an attempt to increase Reykjavik's leverage in its loan negotiations, and not necessarily a push to redefine the entire geopolitical order of the North Atlantic in exchange for rubles.

It is interesting that the announcement was made by Grimsson: The Icelandic president is a ceremonial position and has no control over Iceland's foreign policy, so he is in no position to follow through on his suggestion. Also noteworthy is the fact that even the Russians appeared to be surprised by the offer — Russian Ambassador to Iceland Viktor Tartarintsev, who was present at the lunch, was quoted as saying that "Russia does not really need the airport."

As a legitimate offer to Russia, then, Grimsson's remarks are suspect at best; they are almost certainly a negotiating tactic to galvanize Iceland's would-be creditors. The Scandinavians, at least, have expressed shock and outrage — which appears to be exactly what Reykjavik (or at least Grimsson) was hoping for.

es. Í Fréttablaðinu er 13. nóvember haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar hafi verið „óheppileg“. Ráðherrann segir: „Við þurfum á vinum og bandamönnum að halda og eigum ekki að ýta þeim frá okkur.“

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir í sama Fréttablaði : „Þetta er ekki gert á opinberum vettvangi og hann (ÓRG) gerir væntanlega ekki ráð fyrir að þetta fari lengra, en ég held að forseti verði almennt að gæta vel að orðum sínum, ekki síst vegna þess að það eru ekki allir sem átta sig á því að hann hefur engin utanríkispóltitísk völd hér á landi. Þetta getur því valdið misskilningi á því hver er utanríkisstefna Íslands.“

Spyrja má: Er ekki forseti Íslands á opinberum vettvangi í sendiráði erlends ríkis á fundi með sendiherrum? Störf sendiherra felast í því að upplýsa stjónvöld heimalands um strauma og stefnur og ekki síst viðhorf æðstu stjórnenda þess ríkis, þar sem þeir starfa. Hitt er síðan á skjön við þjóðarétt, að viðmælendur forseta ríkis þurfi að rannsaka stjórnskipulega stöðu hans heima fyrir, áður en þeir vega og meta gildi orða hans. Eins og Þórdís Ingadóttir lýsti hafa orð þjóðhöfðingja, forsætisráðherra og utanríkisráðherra sérstakt gildi að þjóðarétti.