16.9.2007 16:52

Sunnudagur, 16. 09. 07.

Fór klukkan 07.45 af stað með Icelandair til Kaupmannahafnar og þaðan klukkan 15.10 með SAS til Brussel, þar sem lent var um 16.40.

Hér er sumarveður, bjart og logn.

Á morgun og þriðjudag verða fundir um Schengen-málefni. Ég ætla að kynna mér umræður um þróun lögreglu- og refsimála í ljósi breytinga á Evrópusambandinu með nýjum stofnsamningi þess. Að morgni þriðjudags, fyrir Schengen-ráðherrafundinn, munum við hittast dómsmálaráðherrar Íslands, Noregs og Sviss og bera saman bækur okkar, meðal annars um Prüm-samninginn.