19.8.2007 23:00

Sunnudagur, 19. 08. 07.

Forsíðufrétt Morgunblaðsins er um, að melantónín eigi að verða aðgengilegt Íslendingum gegn lyfseðli innan tíðar. Um langt árabil hefur verið unnt að kaupa melantónin í fæðubótarbúðum í Bandaríkjunum og á flugvöllum, þar sem efnið er talið gott til að sigrast á tímamun á ferðalögum.

Hér hefur einnig verið bannað að kaupa öflug bandarísk fæðubótarefni eins og V-75 eða V-2000 frá hinu virta bandaríska fyrirtæki Solgar. Skyldi verða heimilt að kaupa þessi efni hér? Þau eru til sölu á evrópska efnahagssvæðinu - án lyfseðils.