2.8.2007 18:50

Fimmtudagur, 02. 08. 07.

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir á vefsíðu sinni í tilefni af frétt um fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt Gallup:

„Bloggararnir Björn Bjarnason og Sigurður Kári Kristjánsson ráðherra og alþingismaður halda því fram að það sé einsdæmi að stjórnmálaflokkur haldi jafn miklu fylgi í svo langan tíma þrátt fyrir að vera samfellt í ríkisstjórn. Þetta er ekki rétt og skal þeim bent á Zimbabwe sem dæmi þar sem Robert Mugabe ræður ríkjum. Þar fær hann meiri hluta atkvæða kosningar eftir kosningar en lílfskjörin í landinu versna og versna og verðbólgan mælist nú um 4000 þúsund prósent í landinu. “

Að bera saman stjórnmálalíf hér á landi og hjá einræðisherranum Mugabe er dæmi um viljaleysi til málefnalegra umræðna um stjórnmál og lítilsvirðing við þá, sem búa við kúgun alræðisherrans. Skyldi Jón trúa því, sem hann segir í þessum pistli?