26.12.2006 17:39

Þriðjudagur, 26. 12. 06.

Breytingar í fjölmiðlun eru víðar til umræðu en hér á landi. Í Berlingske Tidende birtist í dag viðtal við Lisbeth Knudsen, sem fyrir nokkru var látin hætta sem fréttastjóri hjá danska útvarpinu. Hún veltir þar fyrir sér framtíð blaðamennsku og segir meðal annars:

„Når vi er kommet os over benovelsen over, at vi kan få nyheder alle vegne og blive opkoblet hele tiden, så tror jeg, at vi som forbrugere begynder at efterspørge en anden form for kvalitet. Måske noget af det, som nicheaviserne kan i dag, eller en helt ny form for journalistik. Det kan være i retning af skarpere holdninger, dybere research og perspektivering, eller det kan være medborgerjournalistik - lokal-lokal journalistik - hvor borgerne selv bidrager med nyheder, osv.

Jeg tror, vi kommer til at efterspørge en hel masse ting, som markedet ikke laver i dag, hvor alle laver det samme og samler sig inde på midten,« siger Lisbeth Knudsen og tilføjer, at tiden måske også er løbet fra den megen fokusering på bestemte målgrupper.“

Það er umhugsunarvert, hve margir íslenskir blaðamenn og starfsmenn ljósvakamiðla halda úti vefsíðum til að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Þeir fá greinilega ekki samskiptaþörf sinni svalað til fulls í daglegum störfum sínum. Á hinn bóginn sýnist mér bloggið undir hatti mbl.is geta þróast á þann veg, sem Lisbeth Knudsen kallar „lokal-lokal journalistik“, þar sem borgararnir sjálfir miðla fréttum, þótt bloggið sé oft sco persómubundið, að það teljist ekki sérstaklega fréttnæmt, sem þar birtist, heldur svali forvitni um hag náungans. Spurning er, hvenær andinn í blogginu nær inn á síður móðurskipsins, Morgunblaðsins.

Stækkun Viðskiptablaðsins er til marks um viðleitni til að veita sérgreindum hópi viðskiptavina aukna þjónustu - hópi, sem ætti eðli málsins samkvæmt að vera kröfuharður um ágæti frétta.

Íslensk blaðamennska er enn dálítið gamaldags og í föstum skorðum auk þess sem íslenskir álitsgjafar og fjölmiðlamenn eru eins og starfsbræður þeirra víða um lönd ákaflega hörundsárir og taka gagnrýni á störf sín almennt illa - slík afstaða leiðir ekki til framfara. Menn í varnarstöðu eru sjaldan til þess fallnir að skapa eitthvað nýtt.