Fimmtudagur, 26. 01. 06.
Martin Vander Weyer, sem skrifar um viðskiptamál í The Spectator, fjallar um fjárfestingar Íslendinga í Bretlandi í heftinu 21. janúar. Undir fyrirsögninni Iced lolly -. Fyrsta setningin er svona: „There's something fishy about Iceland, sem hann segir, að birtist nú sem „a new utopia of entrepreneurship.“ Umsvifin séu undarlega mikil á Bretlandi, þegar litið sé til þess, að íbúafjöldi Íslands sé álíka og í Bradford og landsframleiðslan minni en ársvelta Sainsbury-verslunarkeðjunnar. Þá segir:
„So where did all that deal-making drive and those investment billions come from? The positive spin cites a combination of favourable factors, starting with a pure Viking gene pool that has bred a nation of natural entrepreneurs, and a community where everyone knows everyone, making it particularly fertile for business networking. Eurosceptics like to point aout that Iceland's membership of the European Economic Area but not of the EU itself gives it the advantages of market access without concomitant burdens from Brussels. Add to that low taxes, exceptionally high levels of internet literacy, an urge to break away from traditional livelihood as fish stocks dwindle, and long, dark winters, with nothing much else to do, and the upshot is a generation of bright young Icelanders ready to scour horizons for new opportunities. The negative spin says that some of the money behind their deals must come from dubious sources in Russia, but no evidence has been offered to support the rumours. Either way, like the Polish plumber and the South African au pair, the modern Viking marauder is an archetype of the globalised economy.“
Ég set þetta á ensku, þótt það geti vafalaust ýtt undir þá skoðun einhverra, að ekki verði töluð hér íslenska eftir 100 ár. Ég er ósammála þeim hræðsluáróðri, en er á hinn bóginn sammála þeim, sem vilja umræður um stöðu og gildi tungunnar. Ég heyrði sjónvarpsviðtöl við ungt fólk, sem þótti fráleitt, að tungan liði undir lok. Með vísan til þeirra orða, sem oft falla um íslenskuna og ungt fólk hefði mátt ætla, að það teldi íslenskuna sér til trafala. Kunnátta í erlendu tungumáli skerpir vitund um eigin tungu. Mestu skiptir að lögð sé áhersla á lipurt, létt og gott málfar og víglínur til varnar tungunni verði dregnar af raunsæi og skynsemi.