18.10.2005 21:34

Þriðjudagur, 18. 10. 05.

Á fundi ríkisstjórnarinnar lagði ég fram frv. til laga um breytingu á ýsmum lögum á sviði sifjaréttar. Þar er meðal annars að finna ákvæði um að sameiginleg forsjá verði meginregla í íslenskum rétti. Ég heyrði sagt frá þessu frumvarpi í kvöldfréttum hljóðvarps ríkisins, án þess að flutningsmanns væri getið. Oft gerist það, ef um umdeild mál er að ræða, að þau eru kennd við flutningsmann í fréttum og kirfilega eignuð honum. Kannski má túlka fréttina í kvöld sem gæðastimpil fréttastofunnar á efni frumvarpsins? Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið gengi áfram til alþingis.

Síðdegis var ég síðan á dauflegum fundi borgarstjórnar.