6.3.1999 0:00

Laugardagur 6.3.1999

Í Degi birtist þennan dag við mig viðtal, sem Kolbrún Bergþórsdóttir skráði. Þáði ég boð Kolbrúnar um viðtal til þess að lesendur blaðsins fengju aðra vitneskju en þá, sem birtist í skrifum Sigurdórs Sigurdórssonar blaðamanns. Hinar svokölluðu pólitísku fréttir hans eru alltaf jafnlitaðar og skringilega skrifaðar. Um spádómsgáfu hans má vísa til þess, sem segir hér að ofan um þá Þorvald Gylfason og Ágúst Einarsson. Klukkan 10.00 fór ég á ráðstefnu Kvenréttindafélags Íslands um menntun kvenna. Flutti ég þar ræðuum hlut kvenna í skólastarfi. Er meginniðurstaða mín sú, að skólakerfið stæði á brauðfótum eða væri óstarfhæft ef kvenna nyti ekki við innan þess bæði sem kennara og nemenda. Klukkan 11.30 var athöfn á lóðinni þar sem Iðnskólinn í Hafnarfirði rís, þegar ég tók þar fyrstu skóflustungu. Klukkan 16.00 fórum við Rut á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Laugardalshöll, þar sem óperan Turandot var flutt af miklum glæsibrag.