22.1.1997 0:00

Laugardagur 22.1.1997

Eftir að ég kom frá Logalandi tók ég að búa mig undir að opna sýningu á nýjum aðföngum í Listasafni Íslands klukkan 20.00 laugardagskvöldið 22. janúar, er þetta jafnframt síðasta sýningin sem Bera Nordal stendur fyrir sem forstöðumaður safnsins. Gafst mér því jafnframt tækifæri til að þakka henni fyrir frábær störf í þágu safnsins.